Arnar Davíð og Jón Ingi að gera góða hluti í á Evróputúrnum

Fyrsta mótið á Evróputúrnum fór fram í Stokhólmi í Svíþjóð og kláraðist það núna um helgina. Arnar Davíð og Jón Ingi, báðir í KFR, komust í úrslit og endaði Arnar Davíð í 25.sæti aðeins 29 pinnum frá niðurskurðinum en Jón Ingi var aðeins 3 sætum neðar í 28.sæti 50 pinnum frá niðurskurðinum!  Þetta er frábær árangur á þessu fyrna sterka móti. Arnar Davíð hefur verið að gera góða hluti á Evróputúrnum síðan í Odense síðastliðið haust, en hann vann það mót og varð þar með fyrsti íslendingurinn til að vinna mót á Evróputúrnum. Síðan varð Arnar Davíð í 3. sæti á Opna Norska mótinu.

Hérna er staðan á Evróputúrnum 2019
Hérna má skoða úrslitin í mótum Evróputúrsins 2018

ADogJIRb
Jón Ingi og Arnar Davíð báðir með 24 stig á Evróputúrnum

2018EBT09ArnarDavidJonsson2Slider_edited

Arnar Davíð með verðlaunin í Odense mótinu

2018EBT12Top3GoranGlendertSliderb

Arnar Davíð á palli í Opna Norska mótinu

Athugasemdir

athugasemdir