Kampavínsmót KFR og Toppveitinga verður haldið gamlársdag kl 11:00.
Spilaðir verða þrír leikir og verð í mótið er 4.000 kr. Athugið að ekki verður posi á staðnum.
Spilað verður í fjórum flokkum en Toppveitingar veita verðlaun fyrir eftstu þrjú sætin í hverjum flokk.
Stjörnuflokkur: 190+
1. flokkur: 170-289
2. flokkur: 150-169
3. flokkur: -149
Olíuburður verður Easy Street og skráning fer fram hér.
Mótið er opið öllum en áfengi verður ekki afhent einstaklingum undir 20 ára aldri. Forráðamenn geta hinsvegar tekið við því fyrir þeirra hönd.