Styrktar-, jafnvægis- og sleppiæfingar

Ákveðið hefur verið að bjóða félagsmönnum í KFR upp á styrktar-, jafnvægis- og sleppiæfingar. Æfingarnar verða í íþróttahúsi Breiðholtsskóla á fimmtudögum kl. 19 – 20.
Þrekþjálfunin verður í höndum Ásgríms Helga Einarssonar og jafnvægis- og sleppiæfingarnar verða í höndum Theódóru Ólafsdóttur yfirþjálfara KFR. Æfingarnar eru opnar öllum sem greitt hafa félagsgjöldin.
Fyrsti tíminn verður næsta fimmtudag, 25. september.

Athugasemdir

athugasemdir