Búið er að raða niður dómgæslu vetrarins. Hvert lið þarf að taka 5 – 6 skipti yfir veturinn.
Dómarar eiga ekki að vera starfsmenn þeirra sem eru að spila, þ.e. eiga ekki að sjá um að leiðrétta skor, láta stilla upp o.sv.fr. Hlutverk þeirra er að sjá til þess að leikir og hegðun leikmanna fari eftir settum reglum. Dómari þarf að geta gripið inn í leiki sé þess þörf. Fyrirliðar liða sjá enn um framkvæmd leiks en geta leitað til dómara komi upp vafamál. Dómari skal skila inn skýrslu að kvöldi loknu.