Fyrsta umferð í Hjóna- og paramóti KFR

Fyrsta umferð í Hjóna- og paramóti KFR fer fram á sunnudaginn kl. 19:00 í Keiluhöllinni Öskjuhlíð. Að sjálfsögðu verður hið margrómaða kökuborð að móti loknu.

Aðeins um mótið:
Mótið er haldið fyrsta sunnudag í mánuði og hefst kl. 19:00. Alls eru spilaðar fjórar umferðir frá október til apríl, og að þeim loknum komast fjögur pör í úrslit. Leikið er bæði með og án forgjafar. Teknar eru þrjár hæstu umferðirnar hjá hverju pari (án forgjafar) og þau fjögur pör sem eru með hæsta skorið leika til úrslita, einföld umferð allir við alla.

Skráning er á netinu, takið fram í nöfn beggja aðila, t.d. Jón og Gunna.

https://www.eventbrite.com/e/hjona-og-paramot-kfr-1-umfer-tickets-13408251441

Verð er kr. 4.500 fyrir parið.

Athugasemdir

athugasemdir