Í kvöld mættust Lærlingar og Stormsveitin í uppgjöri 1. deildarliða KFR. Leikurinn fór fram í Egilshöll. Stormsveitin sigraði 5 – 12 og var Viktor hæstur Stormsveitarmanna með 622 en hjá Lærlingum var Freyr hæstur með 553. Leikurinn var í beinni á netinu og hægt er að horfa á upptöku af honum hérna hægra megin á síðunni.
Valkyrjur tóku á móti ÍR Buff í Egilshöll í 1. deild kvenna. Leikurinn endaði með sigri ÍR Buff 4 – 16. Hæst hjá Valkyrjum var Hafdís Pála með 525.
Í Öskjuhlíð mættust ÍR SK og KFR Elding í 2. deild kvenna. Þetta er þriðji leikur Eldinga kvenna á þremur dögum. Leikurinn endaði 18 – 2 fyrir ÍR SK en efst hjá Eldingu var Karenina með 470.
KFR liðin Afturgöngurnar og Skutlurnar mættust í 1. deild kvenna í Öskjuhlíð. Það voru Afturgöngur sem sigruðu 14 – 6. Helga Sig spilaði best hjá Afturgöngum, 508 en hjá Skutlunum var Karen efst með 485.
Stöðuna í deildunum má sjá á síðu KLÍ. Ekki verður spilað í deildunum í næstu viku vegna Evrópumóts Landsmeistara sem fram fer í Egilshöll miðvikudag til laugardags. Heimasíða mótsins er www.ecc2014.is
.