Úrslit síðustu viku.

KFR liðin voru á fullu í síðustu viku og hér eru úrslit vikunnar:

Lærlingar tóku á móti ÍR L í Egilshöll. Úr varð spennandi leikur sem endaði 9 – 8 fyrir Lærlinga. Efstur þeirra var Andri Freyr með 578.

Stormsveitin spilaði við ÍR Broskarla. Sú viðureign varð aldrei spennandi og unnu okkar menn leikinn 14 – 3. Það var Gústaf Smári sem spilaði best, 585.

KFR liðin Afturgöngur og Valkyrjur mættust í Egilshöll. Afturgöngur sigruðu 14 – 6 þar sem Ragna Matt spilaði best Afturgangna 535 en Theódóra Ólafs best hjá Valkyrjum 534.

Skutlurnar mættu ÍR TT. Þar unnu ÍR TT leikinn 15 – 5 en Þórunn Stefanía spilaði best hjá Skutlunum, 526.

Í 2. deild karla mætti Þröstur í heimsókn til ÍR Blikk í Öskjuhlíðina. ÍR hafði betur í þessari viðureign 11 – 9 og spilaði Jökull Byron best Þrasta, 553.

JP Kast mætti líka í heimsókn í Öskjuhlíðina og spilaði við KR D.  KRingar unnu leikinn 15 – 5 og það var Konráð Þór sem spilaði best þeirra, 541.

Í 3. deild mætti Múrbrjótur liði KR E.  Múrbrjótur lá í þessum leik 7 – 13 og það var Jóel Eiður sem spilaði best, 524.

Ný keppnisvika hefst svo á morgun þegar strákarnir í Stormsveitinni fara upp á Skaga og spila við ÍA. Leikurinn hefst kl. 18:00. Sjá nánar leiki vikunnar á heimasíðu KLÍ.

Jökull Byron 1
Jökull spilaði vel fyrir Þresti.

 

Athugasemdir

athugasemdir