Hjóna- og paramót KFR – lokamót fært

Lokaumferð og úrslit í Hjóna- og paramóti KFR sem vera átti 1. mars, verður leikinn 8. mars í Egilshöll. Lokaumferðin hefst kl. 18 og strax á eftir verða leikin úrslit.
Ástæða þess að leikið verður í Egilshöll er að þann 1. mars lokar Keiluhöllin Öskjuhlíð fyrir fullt og allt.

Mótið hefur gengið vel í vetur og hér að neðan má sjá stöðuna fyrir síðustu umferðina. Leika þarf 3 umferðir yfir veturinn til að eiga möguleika á sæti í úrslitum en ef fleiri umferðir eru leiknar þá gilda 3 bestu.

Smelltu hér Hjonamot_14-15 til að sjá stöðuna.

3 umferð verðlaun
Verðlaunahafar úr 3. umferð.

 

Athugasemdir

athugasemdir