Hafdís fyrsta konan með 300

Hafdís Pála Jónasdóttir úr KFR spilaði fullkomin leik, 300 stig, í dag og setti um leið Íslandsmet í einum leik því hún er fyrsta íslenska konan til að ná þessum áfanga.
Hafdís spilaði leikinn í forkeppni Íslandsmótsins í Egilshöll en hún leiðir mótið eftir tvo fyrstu keppnisdagana.
Frábær árangur hjá Hafdísi og óskum henni hjartanlega til hamingju.

Hafdís Pála, fyrsta konan til að spila 300
Hafdís Pála, fyrsta konan til að spila 300

Athugasemdir

athugasemdir