Hafdís Pála Jónasdóttir úr KFR spilaði fullkomin leik, 300 stig, í dag og setti um leið Íslandsmet í einum leik því hún er fyrsta íslenska konan til að ná þessum áfanga.
Hafdís spilaði leikinn í forkeppni Íslandsmótsins í Egilshöll en hún leiðir mótið eftir tvo fyrstu keppnisdagana.
Frábær árangur hjá Hafdísi og óskum henni hjartanlega til hamingju.