Á fimmtudag fór fram Elítumót KFR. Elítumótið er að verða eitt vinsælasta og skemmtilegasta mót ársins og gaman er að sjá marga fyrrverandi keilara á öllum aldri mæta í mótið. Mótið tókst einstaklega vel þetta árið, mikil stemning var húsinu en auk mótsins var verið að sýna frá leik Liverpool og Manchester United og því fullt út úr dyrum.
Úrslit úr mótinu má sjá hérna og hér fyrir neðan myndir. KFR þakkar Keiluhöllinni kærlega fyrir aðstoðina við framkvæmd mótsins.