KFR-Valkyrjur spiluðu gegn ÍR-Buff í úrslitum og sigruðu 22-6 í tveimur umferðum og því þurfti ekki að spila þriðju umferðina. Stelpurnar hafa staðið sig frábærlega á tímabilinu og eru vel að sigrinum komnar en eins og flestum er kunnugt sópuðu þær að sér verðlaunum á tímabilinu sem er að ljúka.
Í karlaflokki spiluðu KFR-Lærlingar gegn ÍR-PLS í úrslitum eftir að hafa slegið ÍR-KLS út í undanúrslitum. Þar þurfti að spila allar þrjár umferðirnar til að ná fram úrslitum og endaði það með sigri ÍR-PLS og KFR-Lærlingar enduðu því í 2. sæti.
Frábær árangur hjá okkar liðum og óskum við leikmönnum til hamingju með árangurinn.