Nýr þjálfari hjá KFR

Skúli Freyr Sigurðsson hefur gengið til liðs við KFR og mun hann sjá um þjálfun barna og unglinga á komandi tímabili auk þess sem hann mun koma að þjálfun annarra félagsmanna. Skúli mun einnig keppa fyrir félagið en hann hefur gengið til liðs við KFR-Lærlinga en hann lék áður með ÍA-W. Skúli er einn af bestu leikmönnum landsins og hefur góða reynslu af þjálfun sem á eftir að nýtast félagsmönnum vel.

Theódóra Ólafsdóttir sem hefur séð um þjálfun barna og unglinga í fjölda ára með frábærum árangri er ekki að hætta en hún mun snúa sér meira að þjálfun á afrekshópum sem við munum kynna betur síðar.

Skuli

Við bjóðum Skúla velkominn í félagið og hlökkum til að vinna með honum og Dóru á komandi tímabili.

Athugasemdir

athugasemdir