Andri Freyr í Webber International Univeristy

Andri Freyr Jónsson leikmaður Lærlinga og einn af þjálfurum KFR á síðasta tímabili hefur lagt land undir fót og hafið nám við Webber International Univeristy. Andri stefnir á að vera í 4 ár í Bandaríkjunum en hann er að læra “sport buisness management”.

Andri æfir keilu í a.m.k. klukkutíma á dag alla daga vikunnar auk þess sem hann stundar líkamsrækt fjóra daga vikunnar.

Í skólanum eru um 800 nemendur en þar af eru um 50 í keiluprógramminu. Þessa dagana stenur yfir “tryouts” fyrir keppnisliðið og stendur það yfir í 3 vikur. Okkar maður er að sjálfsögðu staðráðinn í að komast í liðið en aðeins 23 komast í liðið og 8 af þeim áfram í mót.

Við óskum Andra alls hins besta og hlökkum til að fylgjast með þessum skemmtilega tíma hjá honum.

andri

Athugasemdir

athugasemdir