Forkeppni Íslandsmóts Einstaklinga lauk í morgun en KFR-ingar stóðu sig gífurlega vel en af 28 keppendum sem komust í milliriðil eru 17 úr KFR – 8 konur og 9 karlar. Virkilega gaman að sjá hvað KFR er sterkt og vonandi haldast báðir titlarnir í KFR áfram.
Arnar Davíð Jónsson núverandi Íslandsmeistari sem á titil að verja endaði forkeppnina á að spila 300 leik og tók þar með forystuna í mótinu og er efstur eftir forkeppni.
Kvennamegin er Magna Ýr Hjálmtýsdóttir efst en hún hefur spilað mjög vel fyrstu 12 leikina en hún er með um það bil 200 pinna forskot á Dagný Eddu.
Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta í Egilshöll annað kvöld klukkan 19 og í undanúrslitin á þriðjudag klukkan 16:30 og styðja okkar fólk til sigurs í stærsta móti ársins!
Að neðan má sjá Arnar með kúluna sem skilaði 300 leiknum.