Eins og allir ættu að vita núna verða öll lið í KFR í eins búningum á komandi keppnistímabili.
Afhending búninganna verður miðvikudaginn 17. september kl. 18:45 í Egilshöll. Búningarnir eru afhentir þeim félagsmönnum sem hafa greitt ársgjaldið. Hægt verður að greiða ársgjaldið á staðnum, hvort sem er með pening eða korti.
Ástæða þess að við völdum þennan dag og tíma til að afhenda búningana er sú að kl. 19:00 verður leikið í Meistarakeppni KLÍ. Þar mætast Íslands- og bikarmeistarar síðasta árs og eigum við KFR-ingar tvö lið sem keppa þarna en það eru Valkyrjur og Lærlingar. Því er tilvalið að nýta tímann í að kíkja á leikina og hvetja okkar fólk áfram.