Elítumót KFR 2017 – Úrslit

Í kvöld var Elítumót KFR haldið í 4 skiptið. Mætingin var ágæt og mættu þónokkrir leikmenn sem ekki hafa kastað kúlu í lengri tíma. Mótið var æsispennandi og í flokki 41-50 ára voru Sigurður Þorsteinsson og Jóhann Ágúst Jóhannsson jafnir með hæsta skor í flokknum en Sigurður var með hærri síðasta leik og var því sigurvegari í flokknum.

KFR þakkar þátttakendum fyrir komuna í þetta skemmtilega mót og vonumst við að sjálfsögðu til að sjá fleiri þátttakendur á næsta ári.

Hér má sjá úrslit í öllum flokkum ásamt nokkrum skemmtilegum myndum frá kvöldinu:

Elítumót 2017

Athugasemdir

athugasemdir