Laugardaginn 8. apríl fara fram úrslit í Bikarkeppni liða í Keiluhöllinni í Egilshöll.
Keilufélag Reykjavíkur á annað liðið í kvennaflokkinum og bæði lið í karlaflokki.
Í kvennaflokki eru það KFR Afturgöngur sem mæta ÍR BK og í karlaflokki eru það KFR Grænu töffararnir sem mæta KFR Lærlingum.
Þess má geta að mjög litlu munaðai að öll liðin kæmu frá KFR en ÍR BK sló KFR Valkyrjur út í bráðabana í 4 liða úrslitunum í kvennaflokki.
Leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV og eru tímasetningar eftirfarandi:
9:45 Upphitun hefst hjá körlum
9:55 Leikur 1 hjá körlum
10:30 Leikur 2 hjá körlum, útsending hefst á RÚV
10:30 Leikur 2 hjá körlum, útsending hefst á RÚV
11:00 Upphitun hefst hjá konum
11:10 Leikur 3 hjá körlum og leikur 1 hjá konum – Sýnt frá karlaleik þar til hann er búinn og þá sýnt frá kvennaleik.
13:00 Útsendingu lýkur á RÚV og útsending flutt á RÚV2 ef leikir og verðlaunaafhending er ekki búin.
Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta og hvetja sitt lið.
ÁFRAM KFR