Fyrsta degi lokið hjá Stelpunum á EM

Það eru tveir keppendur frá KFR á EYC2017 eða Evrópumóti Unglinga yngri en 18 ára sem fram fer í Helsinki að þessu sinni en það eru þær Helga Ósk og Málfríður Jóna Freysdætur úr Valkyrjum Z.

Helga Ósk hóf keppni í morgun í tvímenningskeppni með Elvu Rós úr ÍR en þær enduðu í 20.sæti þar sem Helga spilaði ágætlega og endaði með 1029 eða 171,5 meðaltal sem er 15 pinnum meira en meðaltal hennar hérna heima. Flott byrjun hjá Helgu.

Málfríður spilaði svo í seinna hollinu með Guðbjörgu Hörpu úr Þór en þær enduðu í 22.sæti en Málfríður er að spila á sínu fyrsta móti erlendis og endaði hún með 796 seríu eða 132,7 meðaltal sem er aðeins undir hennar meðaltali hérna heima.

Í allsherjarkeppninni er Helga í 40.sæti en Málfríður er í 50.sæti. Stelpurnar spila næst á morgun klukkan 13:15 (10:15 íslenskum tíma) í liðakeppninni með Guðbjörgu og Elvu.

IMG_6943

Athugasemdir

athugasemdir