KFR 1 tryggði sér í morgun sæti í úrslitum í Íslandsmóti Unglingaliða þegar liðið gerði jafntefli í síðasta leik á móti ÍA1 sem hafði ekki tapað stigi í allan vetur! Málfríður Jóna Freysdóttir átti 2 pinna eftir og tók aðra til að tryggja liðinu jafnteflið og með því endaði liðið einu stigi fyrir ofan ÍR 2 sem endaði í 3.sæti í riðlinum.
Úrslitin fara fram á morgun en KFR 1 mætir þá ÍR 1 en vinna þarf 2 leiki til að koma sér í úrslit þar sem andstæðingurinn er ÍA 1 eða ÍA 2.
Málfríður (önnur frá hægri) var hetjan í dag.