Arnar Davíð komin heim

KFR-Lærlingar hafa fengið góðan liðsstyrk eftir að landsliðsmaðurinn Arnar Davíð Jónsson sem hefur verði búsettur í Noregi ákvað að flytja heim heim til Íslands. Arnar kom til landsins í gær og mætti beint í Keiluhöllina til að spila með Lærlingum sem áttu útileik á móti KR-E. Lærlingar unnu leikinn 9-5 en Arnar spilaði alla 3 leikina og endaði með 721 seríu.

Arnar Davíð mun koma inn í þjálfarateymi KFR fyrir næsta tímabil en undanfarið hafa þeir Skúli Freyr og Aron Fannar séð um þjáflun félagsins með frábærum árangri.

Framundan er úrslitakeppni í 1. deild karla og kvenna og þar spila 3 lið frá KFR, hjá körlunum eru það Lærlingar og Stormsveitin en Valkyrjur hjá konunum.

laerlingar

Mynd: KFR-Lærlingar – Arnar Davíð Jónsson, Skúli Freyr Sigurðsson, Guðlaugur Valgeirsson og Freyr Bragason

Athugasemdir

athugasemdir