Landslið fyrir NM U23 Valið

Þjálfarar U-23 ára landsliðsins, þeir Stefán Claessen og Guðmundur Sigurðsson hafa valið 4 stelpur og 4 stráka til að keppa fyrir hönd Íslands á Norðurlandamóti Ungmenna sem fram fer í Helsinki 18-22 október næstkomandi.

Í hópnum eru hvorki fleiri né færri en 5 ungmenni úr KFR, en strákamegin eru þeir Aron Fannar Benteinsson og Andri Freyr Jónsson úr KFR og með þeim eru þeir Alexander Halldórsson og Hlynur Örn Ómarsson úr ÍR.

Stelpumegin eru þær Katrín Fjóla Bragadóttir, Hafdís Pála Jónasdóttir og Helga Ósk Freysdóttir allar úr KFR og með þeim er síðan Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir úr ÍR.

Við í KFR óskum þeim öllum til hamingju með valið og góðs gengis á mótinu í næsta mánuði.

andri

Athugasemdir

athugasemdir