Author: Ásgrímur Helgi Einarsson

Dagný Edda kvennkeilari ársins.

Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR er kvennkeilari ársins hjá Keilusambandi Íslands.  Dagný Edda stóð sig frábærlega á árinu en helstu afrek Dagnýar á árinu 2015 voru þau að hún varð Íslandsmeistari Para með Hafþóri Harðarsyni, hún varð Íslandsmeistari í Tvímenningi með Ástrósu Pétursdóttur og hún varð Reykjavíkumeistari einstaklinga.  Á árinu 2015 setti Dagný ný Íslandsmet í 2, 3 og 4 leikjum auk mets í Tvímenning kvenna með Ástrósu Pétursdóttur. Dagný lauk árinu með landsliði Íslands á Heimsmeistarmóti kvenna landsliða í Abu Dhabi. Um árabil hefur Dagný verið fyrirmynd ungra og efnilegra keilara auk þess að sinna af krafti félagsstörfum hjá KFR en hún er m.a. fyrrverandi formaður félagsins.

Karlkeilari ársins hjá KLÍ er Hafþór Harðarson úr ÍR. Við óskum Dagný og Hafþóri innilega til hamingju með titlana.

Snapchat-4646884036464115345

Góð þátttaka í Jólamóti Nettó og KFR

Jólamót Nettó og KFR fór að venju fram á annan dag jóla. Góð þátttaka var í mótinu og greinilegt að mannskapurinn var í góðu stuði eftir jólin.

Úrslit úr mótinu má sjá hér og myndir þeim sem lentu í þremur efstu sætum hvers flokks hér fyrir neðan. Við þökkum Nettó kærlega fyrir stuðninginn við mótið og eins Keiluhöllinni fyrir frábæra aðstoð við framkvæmd.

Jólamót 15 stjörnufl
Stjörnuflokkur – Hafþór, Arnar Davíð og Steinþór

 

Jólamót 15 A flokkur
A flokkur – Valgeir, Hafdís og Þórarinn.

 

B flokkur - Jóel, Sigfús og Ársæll
B flokkur – Jóel, Sigfús og Ársæll

 

C flokkur - Vilhjálmur, Bára og Guðjón
C flokkur – Vilhjálmur, Bára og Guðjón

Afmælishátið KFR

Dagana 29. – 31. október var haldið upp á 30 ára afmæli KFR.  Félagið fékk finnska þjálfaran Juha Maja til landsins og hélt hann námskeið í Keiluhöllinni fyrir félagsmenn KFR og einnig var námskeiðið opið fyrir félagsmenn hinna keilufélaganna líka. Þátttaka á námskeiðinu var ágætt en gaman hefði verið að sjá alla tíma sem í boði voru fulla.
Afmælismót KFR var svo haldið laugardaginn 31. október og tókst ágætlega. Það voru 42 sem tóku þátt í mótinu sem var forgjafarmót, keppt í karla- og kvennaflokki. Sigurvegarar urðu Ragna Guðrún Magnúsdóttir og Gústaf Smári Björnsson.
Um kvöldið var svo haldin afmælishátíð í Hlöðunni í Gufunesi. Þar bauð KFR félagsmönnum og öðrum gestum, ásamt mökum, til hátíðarkvöldverðar. Þar sæmdi formaður ÍBR, Ingvar Sverrisson,  Þórir Ingvarsson fyrrverandi formann KFR, gullmerki ÍBR, fyrstan keilara. Jafnframt færði Ingvar félaginu afmælisgjöf, 150.000, fyrir hönd ÍBR.   Einnig afhenti formaður KFR, Ásgrímur Helgi Einarsson, Þóri  gullmerki KFR en hann er fyrsti aðilinn sem er sæmdur merkinu.  Jafnframt voru 7 aðilar sæmdir silfurmerki félagsins en það voru þau Bjarni Sveinbjörnsson, Erla Ívarsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Ragna Matthíasdóttir, Sesselja Unnur Vilhjálmsdóttir og Valgeir Guðbjartsson.

Hér má sjá myndir sem teknar voru á afmælishátíðinni og af sigurvegurum afmælismótisns

Mikið í gangi þessa dagana.

Mikið er í gangi hjá KFR þessa dagana. Á morgun fimmtudag byrjar námskeið þar sem þjálfari er einn af fremstu þjálfurum heims, Juha Maja. Enn eru lausir tímar hjá honum og er áhugasömum bent á að tala við Ásgrím formann sirryaki@gmail.com eða Theódóru yfirþjálfara KFR keiludora@gmail.com

Á laugardagsmorgun kl. 9:00 er svo 30 ára afmælismót KFR. Keppt er með forgjöf í kvenna- og karlaflokki. Skráning í mótið fer fram á netinu, https://www.eventbrite.com/e/30-ara-afmlismot-kfr-tickets-18923688261

Á sunnudagskvöld kl. 19:00 er svo fyrsta umferð vetrarins í Hjóna- og paramóti KFR. Mótið hefur verið vel sótt undanfarin ár og búast má við góðri þátttöku í ár líka.

Nóg að gera og engin lognmolla í starfi félagsins.

kfr_logo

Olíuburður í Egilshöll

Að gefnu tilefni vilja eigendur Keiluhallarinnar koma eftirfarandi á framfæri:

“Keiluhöllin í Egilshöll býður keilurum uppá 4 brautir á hverjum degi með deildarburði. Gullkortshafar geta komið alla virka daga frá kl. 11.00 og æft á þessum brautum. Brautirnar eru númer: 17, 18, 19 og 20.
Þessum brautum er reynt að halda sérstaklega fyrir Gullkortshafa svo lengi sem aðsókn leyfir. Sé aðsókn mikil á brautir, þá verða þessar brautir líkt og aðrar bókaðar.
Séu brautir fráteknar hvort sem er af gullkortshafa, æfingum aðildarfélaga eða af viðskiptavinum, þá er eftir sem áður hægt að panta deildarburð á aðrar brautir og greiða fyrir það olíuburð eins og verið hefur.
Síðan er ágætt að minnast aftur á reglurnar sem gilda um Gullkortin, en þeim hefur verið breytt til hins betra fyrir korthafa.
– Allir gullkortshafar þurfa að framvísa gullkortum í afgreiðslu og láta skrá sig á lista. Starfsmenn Keiluhallarinnar hafa ekki leyfi til að veita undantekningar á þessu.

– Takmarkanir á Gullkortin:

*Gullkort gilda ekki fimmtudaga- laugardaga frá kl. 18.00 – 01.00

* Hver heimsókn miðast við 60 mínútur, eftir þann tíma eru korthafar víkjandi.

*Víkjandi brautarnotkun um helgar. Starfsmenn Keiluhallarinnar munu þurfa visa korthöfum af brautum sé mikil aðsókn um helgar.

*Gullkortshafar meiga koma milli kl. 11.00 – 14.00 á virkum dögum í samráði við skrifstofu. Sími: 511-5300.

*Deildarburður verður alltaf klár á hverjum degi á 4 brautum fyrir þá sem vilja æfa. Vilji menn annan burð eða ef þessar 4 brautir séu uppteknar, þá þarf að borga fyrir burðinn sérstaklega

Með kveðju,

Simmi”

Keiluhollin_forsidubordi_vefs

Flottur árangur

Reykjavíkurmót einstaklinga með forgjöf var leikið um helgina. Alls tóku 10 félagar úr KFR þátt í mótinu.

Okkar fólk stóð sig með sóma. Tvö komust á verðlaunapall, Guðjón Júlíusson úr Stormsveitinni varð í 3. – 4. sæti í karlaflokki og Elsa G. Björnsdóttir úr Eldingu varð í 2. sæti í kvennaflokki. Óskum við þeim hjartanlega til hamingju.
Reykjavíkurmeistarar urðu Hlynur Örn Ómarsson og Bergþór Rós Ólafsdóttir úr ÍR.

Guðjón Þór annar frá hægri
Guðjón  annar frá hægri                              Mynd: KLÍ

 

Elsa fyrsta frá vinstri
Elsa fyrsta frá vinstri.                                 Mynd: KLÍ

Dagný Reykjavíkurmeistari

Dagný Edda varð í liðinni viku Reykjavíkurmeistari einstaklinga.  Dagný Edda  sigraði Lindu Hrönn Magnús­dótt­ur ÍR í þrem leikj­um 620 gegn 549.

Í for­keppn­inni spilaði Dagný Edda 289 leik sem er aðeins ein­um pinna frá nú­gild­andi Íslands­meti.  Frábært hjá Dagný og við erum sannfærð um að Dagný bætir þetta met í vetur.  Til hamingju Dagný.
Reykjavíkurmeistari karla varð Hafþór Harðarson ÍR.

Hafþór og Dagný eru Reykjavíkurmeistarar 2015
Hafþór og Dagný eru Reykjavíkurmeistarar 2015