Author: Ásgrímur Helgi Einarsson

Arnar Davíð spilar 300

Arnar Davíð Jónsson, leikmaður Lærlinga, er þessa dagana að spila á Tigers Open í Drammen.  Arnar gerði sér lítið fyrir og spilaði 300 leik í þriðja leik.
Samkvæmt metaskrá KLÍ er þetta annar 300 leikur Arnars í móti á ferlinum, hinn kom einnig í Drammen 18. janúar á þessu ári.
Frábær árangur hjá okkar manni, til hamingju Arnar Davíð.

Arnar Davíð Jónsson
Arnar Davíð Jónsson

Æfingar og gullkort

Keiluhöllin hefur ákveðið með hvaða hætti æfingar og sala gullkorta verða í vetur:

Verð Gullkorta er 79.990,- á ári.  KFR mun á næstu dögum taka ákvörðun um niðurgreiðslu kortana

Gullkort og sala þeirra.

  • Gullkortin eru eingöngu seld í gegnum keilufélögin.
  • Sækja þarf Gullkortin í Keiluhöllina Egilshöll.
  • Allir gullkortshafar þurfa að framvísa gullkortum í afgreiðslu þegar mætt er á æfingu og láta skrá sig á lista. Starfsmenn Keiluhallarinnar hafa ekki leyfi til að veita undantekningar á þessu.
  • Takmarkanir á Gullkortin:

*Gullkort gilda ekki fimmtudaga- laugardaga frá kl. 18.00 – 01.00

* Hver æfing miðast við 60 mínútur, eftir þann tíma eru korthafar víkjandi.

*Víkjandi brautarnotkun um helgar. Starfsmenn Keiluhallarinnar munu þurfa visa korthöfum af brautum sé mikil aðsókn um helgar.

*Gullkortshafar meiga koma milli kl. 11.00 – 14.00 á virkum dögum í samráði við skrifstofu. Sími: 511-5202.

*Deildarburður verður alltaf klár á hverjum degi á 4 brautum fyrir þá sem vilja æfa. Vilji menn annan burð eða  ef þessar 4 brautir séu uppteknar, þá þarf að borga fyrir burðinn sérstaklega

keiluhollin

 

KFR 30 ára – afmælisnefnd

Keilufélag Reykjavíkur verður 30 ára á þessu ári. Áætlað er að halda veglega afmælisveislu í haust.  Gústaf Smári Björnsson mun fara fyrir nefnd sem skipuleggja mun herlegheitin.  Þeir sem hafa áhuga á að starfa með stjórn félagsins og Gústa að þessu málefni er bent á að hafa samband við Ásgrím formann í síma 660-5367 eða með tölvupósti sirryaki@gmail.com.
Nauðsynlegt er að fá sem flesta til að aðstoða við þetta og við hvetjum ykkur félagsmenn til þess að bjóða fram krafta ykkar því eftir því sem fleiri koma að málinu þá verður þetta auðveldara fyrir alla.  Koma svo, búum til frábæra afmælishátíð og fögnum afmælinu saman.

kfr_logo

Aðalfundi KFR lokið

Aðalfundur KFR fór fram í gærkvöldi.

Á fundinum var kjörin ný stjórn en kjósa þurfti tvo aðalmenn í stjórn og tvo varamenn. Ný inn í stjórn kom Þórunn Stefanía Jónsdóttir en hún hafði verið varamaður áður. Unnur Vilhjálmsdóttir gaf kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og var kjörin til tveggja ára. Úr stjórn gekk Viktor Davíð Sigurðsson.
Guðjón Júlíusson og Hafdís Pála Jónasdóttir voru kjörin varamenn í stjórn.
Ný stjórn er því þannig skipuð:

Ásgrímur Helgi Einarsson formaður
Unnur Vilhjálmsdóttir
Þórunn S. Jónsdóttir
Guðlaugur Valgeirsson
Svanhildur Ólafsdóttir

Varamenn:
Guðjón Júlíusson
Hafdís Pála Jónasdóttir

Stjórn mun skipta með sér verkum á fyrsta fundi.

Þórir Ingvarsson sem var varamaður í stjórn og er fyrrum formaður félagsins gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Hann er staddur erlendis og var því ekki á fundinum. Á fundinum voru honum þökkuð frábær störf fyrir félagið og tilkynnt að hann yrði gerður að heiðursfélaga KFR. Gengið verður frá því á 30 ára afmæli félagsins í haust.

Ýmis mál voru rædd fram og til baka á fundinum, m.a. fyrirkomulag deilda hjá KLÍ, afmæli félagsins og skipulagning, innheimta félagsgjalda, aðstöðumál ofl ofl.

Að lokum var tilkynnt um val á keilurum ársins hjá KFR fyrir árið 2014. Fyrir valinu urðu Arnar Davíð Jónsson og Hafdís Pála Jónasdóttir en þau bæði stóðu sig frábærlega á síðasta ári og eru vel komin að þessu vali.

Ásgrímur formaður og Hafdís Pála kvenn keilari ársins 2014
Ásgrímur formaður og Hafdís Pála kvenn keilari ársins 2014

Hjóna- og paramóti KFR lokið

Um daginn var síðasta umferð í Hjóna- og paramóti KFR leikin í Egilshöll.
Mótið hefur gengið vel í vetur og þáttaka verið ágæt en 18 pör tóku þátt í mótum vetrarins.

Lokamótið sigruðu Hafdís Pála Jónasdóttir og Guðlaugur Valgeirsson án forgjafar en Bára Ágústsdóttir og Þórarinn Þorbjörnsson með forgjöf.

Fjögur efstu pör vetrarins léku svo til úrslita:

Berglind Scheving og Sigurbjörn Vilhjálmsson
Natalía G. Jónasdóttir og Skúli F. Sigurðsson
Anna S. Magnúsdóttir og Atli Kárason
Guðbjörg Lind Valdimarsdóttir og Kristján Þórðarson

Úrslitakeppnin var æsispennandi en það voru Natalía og Skúli sem stóðu uppi sem sigurvegarar og óskum við þeim hjartanlega til hamingju með sigurinn.

Skúli og Natalía
Skúli og Natalía

Þórunn Íslandsmeistari með forgjöf

Þórunn S. Jónsdóttir varð í gær Íslandsmeistari einstaklinga með forgjöf.  Þórunn lék til úrslita við Sigrúnu Guðmundsdóttur úr ÍR og lauk leiknum með 3 – 2 sigri Þórunnar.
Þórunn lék mjög vel í mótinu og óskum við KFR-ingar henni hjartanlega til hamingju með titilinn.
Í karlaflokki sigraði Aron Fannar Benteinson ÍA.

Þórunn og Aron
Aron og Þórunn.

.