Author: Guðjón Júlíusson

Heilsuefling eldri aldurshópa – Hvað ætla stjórnvöld að gera?

Heilsuefling eldri aldurshópa og hvað stjórnvöld ætla að gera til að hrinda í framkvæmd markvissri heilsuefnlingu er viðfangsefni hálfs dags ráðstefnu sem verður haldin í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þann 16. mars næstkomandi.

Rannsóknir hafa margsinnis staðfest að hreyfing og hollt mataræði leika lykilhlutverk til að bæta heilsu eldri borgara.

Á ráðstefnunni verður annars vegar farið ofan í saumana á því hvernig best er að standa að þessari heilsueflingu, fjallað um félagslega þáttinn og þátt næringar og hvers konar heilsurækt henti fólki í eldri aldurshópum. Meðal þeirra sem taka til máls eru öldrunarlæknir, íþrótta- og heilsufræðingur, heilsuhagfræðingur, félagsfræðingur og fyrrum íþróttamaður.

Hins vegar sitja borgarstjóri, landlæknir, heilbrigðisráðherra og sveitarstjóri fyrir svörum um það hvernig stjórnvöld ætla að beita sér í þessum efnum. Þessir aðilar hafa þegar fengið hnitmiðaðar spurningar um heilsueflingu sem þeir byrja á því að svara áður en þeir setjast í pallborðið.

„Ömurlegt er að eldast“ sungu ungu mennirnir í Rolling Stones fyrir hálfri öld (What a drag it is getting old). Nú er Mick Jagger orðinn 73 ára, sprækur sem aldrei fyrr þegar hann hendist þindarlaus um sviðið á tónleikum hljómsveitarinnar. Lykill hans að góðri heilsu og þoli er sá sami og hjá öllum öðrum sem bera sig eftir því, að stunda heilsurækt og borða hollt.

Ráðstefnan verður  í Tjarnarsal Ráðhússins. Hún er öllum opin og aðgangur ókeypis. Ráðstefnan hefst kl. 14 með ávarpi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar.

Ráðstefna 16. mars - Aldrei of seint - Heilsuefling eldri aldurshópa - 23.2.17 copy

Elítumót KFR 2017 – Úrslit

Í kvöld var Elítumót KFR haldið í 4 skiptið. Mætingin var ágæt og mættu þónokkrir leikmenn sem ekki hafa kastað kúlu í lengri tíma. Mótið var æsispennandi og í flokki 41-50 ára voru Sigurður Þorsteinsson og Jóhann Ágúst Jóhannsson jafnir með hæsta skor í flokknum en Sigurður var með hærri síðasta leik og var því sigurvegari í flokknum.

KFR þakkar þátttakendum fyrir komuna í þetta skemmtilega mót og vonumst við að sjálfsögðu til að sjá fleiri þátttakendur á næsta ári.

Hér má sjá úrslit í öllum flokkum ásamt nokkrum skemmtilegum myndum frá kvöldinu:

Elítumót 2017

Elítumót KFR 2017

elita
Þá er komið að Elítumóti KFR – Fimmtudaginn 9. mars kl. 19:00
 
Mótið hefur verð haldin þrisvar sinnum áður og alltaf fjölgar elítu keilurum sem mæta. Elítu keilari er sá/sú sem byrjaði í sportinu á síðustu öld.
 
Við hvetjum alla til að mæta í mótið og þá sérstaklega hvetjum við þá sem ekki hafa í keiluskó stigið lengi að mæta og hitta gamla vini og kunningja.
 
Mótið er C-mót og leiknr eru 3 leikir í aldursflokkum.
Verð er 3.500
 
Olíuburður verður EYC2016 – 39 fet, sami og verður notaður í Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf um næstu helgi.
 

Meistaramót KFR 2016-2017

Meistaramót KFR verður haldið í Keiluhöllinni í Egilshöll þriðjudaginn 6. des kl. 19:00. Í forkeppni eru 3 leikir og er leikið með forgjöf 80% af 200. Að lokinni forkeppni komast fjórir efstu karlarnir og fjórar efstu konurnar í úrslit og fylgir skor úr forkeppni með inn í úrslitin. Í úrslitunum keppa allir við alla einfalda umferð og bónusstig bætast við fyrir unnin leik.

Tvær konur og tveir karlar sem eru hæstir án forgjafar að lokinni forkeppni, leika svo um titilinn “Stórmeistari KFR”. Sá/sú sem vinnur fyrst tvo leiki hlýtur tiltilinn.

Mótið er opið öllum félagsmönnum KFR og kostar kr. 1.500.- í mótið.

Olíuburður verður EYC2016

Skráningu lýkur sunnudaginn 4. des kl. 21:00

Smelltu hér til að skrá þig

Dagný Edda og Gústaf Smári eru stórmeistarar 2015-2016

Dagny-og-Gusti

Barna- og unglingastarfið fer vel af stað

Um næstu helgi fer fram Meistarakeppni ungmenna og er 14 krakkar úr KFR sem eru skráð til leiks.

Það er ánægjulegt að sjá nýja iðkendur sem hafa bæst í hópinn undanfarið og hvetjum við áhugasama til að koma og prufa æfingu, það kostar ekkert að koma og prufa.

Hér eru nánari upplýsingar um barna- og unglingastarfiðkfr-ungl-2016-2017-an-logo

Andri Freyr í Webber International Univeristy

Andri Freyr Jónsson leikmaður Lærlinga og einn af þjálfurum KFR á síðasta tímabili hefur lagt land undir fót og hafið nám við Webber International Univeristy. Andri stefnir á að vera í 4 ár í Bandaríkjunum en hann er að læra “sport buisness management”.

Andri æfir keilu í a.m.k. klukkutíma á dag alla daga vikunnar auk þess sem hann stundar líkamsrækt fjóra daga vikunnar.

Í skólanum eru um 800 nemendur en þar af eru um 50 í keiluprógramminu. Þessa dagana stenur yfir “tryouts” fyrir keppnisliðið og stendur það yfir í 3 vikur. Okkar maður er að sjálfsögðu staðráðinn í að komast í liðið en aðeins 23 komast í liðið og 8 af þeim áfram í mót.

Við óskum Andra alls hins besta og hlökkum til að fylgjast með þessum skemmtilega tíma hjá honum.

andri

Nýr þjálfari hjá KFR

Skúli Freyr Sigurðsson hefur gengið til liðs við KFR og mun hann sjá um þjálfun barna og unglinga á komandi tímabili auk þess sem hann mun koma að þjálfun annarra félagsmanna. Skúli mun einnig keppa fyrir félagið en hann hefur gengið til liðs við KFR-Lærlinga en hann lék áður með ÍA-W. Skúli er einn af bestu leikmönnum landsins og hefur góða reynslu af þjálfun sem á eftir að nýtast félagsmönnum vel.

Theódóra Ólafsdóttir sem hefur séð um þjálfun barna og unglinga í fjölda ára með frábærum árangri er ekki að hætta en hún mun snúa sér meira að þjálfun á afrekshópum sem við munum kynna betur síðar.

Skuli

Við bjóðum Skúla velkominn í félagið og hlökkum til að vinna með honum og Dóru á komandi tímabili.