Author: Guðjón Júlíusson

Meistaramót KFR 2016-2017

Meistaramót KFR verður haldið í Keiluhöllinni í Egilshöll þriðjudaginn 6. des kl. 19:00. Í forkeppni eru 3 leikir og er leikið með forgjöf 80% af 200. Að lokinni forkeppni komast fjórir efstu karlarnir og fjórar efstu konurnar í úrslit og fylgir skor úr forkeppni með inn í úrslitin. Í úrslitunum keppa allir við alla einfalda umferð og bónusstig bætast við fyrir unnin leik.

Tvær konur og tveir karlar sem eru hæstir án forgjafar að lokinni forkeppni, leika svo um titilinn “Stórmeistari KFR”. Sá/sú sem vinnur fyrst tvo leiki hlýtur tiltilinn.

Mótið er opið öllum félagsmönnum KFR og kostar kr. 1.500.- í mótið.

Olíuburður verður EYC2016

Skráningu lýkur sunnudaginn 4. des kl. 21:00

Smelltu hér til að skrá þig

Dagný Edda og Gústaf Smári eru stórmeistarar 2015-2016

Dagny-og-Gusti

Barna- og unglingastarfið fer vel af stað

Um næstu helgi fer fram Meistarakeppni ungmenna og er 14 krakkar úr KFR sem eru skráð til leiks.

Það er ánægjulegt að sjá nýja iðkendur sem hafa bæst í hópinn undanfarið og hvetjum við áhugasama til að koma og prufa æfingu, það kostar ekkert að koma og prufa.

Hér eru nánari upplýsingar um barna- og unglingastarfiðkfr-ungl-2016-2017-an-logo

Andri Freyr í Webber International Univeristy

Andri Freyr Jónsson leikmaður Lærlinga og einn af þjálfurum KFR á síðasta tímabili hefur lagt land undir fót og hafið nám við Webber International Univeristy. Andri stefnir á að vera í 4 ár í Bandaríkjunum en hann er að læra “sport buisness management”.

Andri æfir keilu í a.m.k. klukkutíma á dag alla daga vikunnar auk þess sem hann stundar líkamsrækt fjóra daga vikunnar.

Í skólanum eru um 800 nemendur en þar af eru um 50 í keiluprógramminu. Þessa dagana stenur yfir “tryouts” fyrir keppnisliðið og stendur það yfir í 3 vikur. Okkar maður er að sjálfsögðu staðráðinn í að komast í liðið en aðeins 23 komast í liðið og 8 af þeim áfram í mót.

Við óskum Andra alls hins besta og hlökkum til að fylgjast með þessum skemmtilega tíma hjá honum.

andri

Nýr þjálfari hjá KFR

Skúli Freyr Sigurðsson hefur gengið til liðs við KFR og mun hann sjá um þjálfun barna og unglinga á komandi tímabili auk þess sem hann mun koma að þjálfun annarra félagsmanna. Skúli mun einnig keppa fyrir félagið en hann hefur gengið til liðs við KFR-Lærlinga en hann lék áður með ÍA-W. Skúli er einn af bestu leikmönnum landsins og hefur góða reynslu af þjálfun sem á eftir að nýtast félagsmönnum vel.

Theódóra Ólafsdóttir sem hefur séð um þjálfun barna og unglinga í fjölda ára með frábærum árangri er ekki að hætta en hún mun snúa sér meira að þjálfun á afrekshópum sem við munum kynna betur síðar.

Skuli

Við bjóðum Skúla velkominn í félagið og hlökkum til að vinna með honum og Dóru á komandi tímabili.

KFR Valkyrjur Íslandsmeistarar kvennaliða 2016

Valkyrjur

KFR-Valkyrjur spiluðu gegn ÍR-Buff í úrslitum og sigruðu 22-6 í tveimur umferðum og því þurfti ekki að spila þriðju umferðina. Stelpurnar hafa staðið sig frábærlega á tímabilinu og eru vel að sigrinum komnar en eins og flestum er kunnugt sópuðu þær að sér verðlaunum á tímabilinu sem er að ljúka.

Laerlingar

Í karlaflokki spiluðu KFR-Lærlingar gegn ÍR-PLS í úrslitum eftir að hafa slegið ÍR-KLS út í undanúrslitum. Þar þurfti að spila allar þrjár umferðirnar til að ná fram úrslitum og endaði það með sigri ÍR-PLS og KFR-Lærlingar enduðu því í 2. sæti.

Frábær árangur hjá okkar liðum og óskum við leikmönnum til hamingju með árangurinn.

Hjóna- og paramót KFR – Lokaumferð og úrslit

Á sunnudaginn var leikin lokaumferð og úrslit í Hjóna- og paramóti KFR.

Í Lokaumferð án forgjafar sigruðu Hafdís Pála Jónasdóttir (550) & Alexander Halldórsson (634) samtals 1184, í öðru sæti voru Unnur Vilhjálmsdóttir (551) & Valgeir Guðbjarsson (596) samtals 1147 og í þriðja sæti voru Anna S. Magnúsdóttir (415) & Atli Þór Kárason (552) samtals 967.

1

 

Í Lokaumferð með forgjöf sigruðu Berglind Scheving (647) & Sigurbjörn S. Vilhjálmsson (644) samtals 1291, í öðru sæti voru Margrét Björg Jónsdóttir (546) & Skúli Freyr Sigurðsson (612) samtals 1158, of í þriðja sæti voru Sigrún G. Guðmundsdóttir (573) & Svavar Þór Einarsson (576) Samtals 1149.

2

Hér er heildarstaðan í mótinu:

motid

Hér eru pörin sem léku til úrslita:

Urslit

Hjona

Dagný Edda og Gústaf Smári eru Stórmeistarar KFR 2015-2016

Í dag fór fram Meistaramót KFR 2015-2016. Alls mættu 26 keppendur til leiks, 13 konur og 13 karlar.

Í úrslitum um stórmeistaratitilinn léku í kvennaflokki Dagný Edda Þórisdóttir og Katrín Fjóla Bragadóttir en í karlaflokki Guðjón Júlíusson og Gústaf Smári Björnsson. Hjá konunum vann Dagný fyrsta leikinn 207 á móti 170 hjá Katrínu og léku þær ekki meira þar sem Katrín gaf frá sér næsta leik v/meiðsla og þar með vann Dagný úrslitin. Hjá körlunum sigraði Gústaf fyrsta leikinn 207 á móti 204 hjá Guðjóni – annan leikinn sigraði Guðjón 202 á móti 153 hjá Gústaf og staðan því 1-1 hjá þeim og léku þeir því þriðja leikinn sem var æsispennandi fram í síðasta kast en Gústaf sigraði hann 232 á móti 226 hjá Guðjóni.

Dagny-og-Gusti

Staðan eftir forkeppni:

skor

Í forgjafar hluta mótsins léku til úrslita 4 efstu konurnar – Dagný, Katrín, Ragna Guðrún og Karen en hjá körlunum voru það Guðjón, Böðvar, Jóel og Gústaf. Í úrslitum eru gefin 20 stig í bónus fyrir sigur og 5 stig fyrir að spila 200 eða hærra.

konur-urslit

karlar-urslit

Lokaúrslit í forgjafar hluta:

Konur:

  1. sæti – Dagný (1318)
  2. sæti – Ragna Guðrún (1247)
  3. sæti – Karen (1178)
  4. sæti – Katrín (1158)

Karlar:

  1. sæti – Jóel (1296)
  2. sæti – Böðvar (1281)
  3. sæti – Gústaf (1224)
  4. sæti – Guðjón (1198)

Stjórn KFR þakkar félagsmönnum fyrir þáttökuna og óskar skigurvegurum til hamingju.

 

 

Jökull Byron með 2 íslandsmet

Í gær fór fram 4. umferð í Íslandsmóti unglingaliða. Jökull Byron Magnússon fór þar á kostum og setti 2 íslandsmet. Hann spilaði 4 leiki, 222-256-174-297 samtals 949. Hann setti því íslandsmet í 1 leik – 297 og í 4 leikjum – 949 í 2. flokki pilta, 15 – 16 ára.

IMG_7003

 

 

Hér er staðan í mótinu eftir 4. umferðir.

 

ungl-4-umf-stadan