Author: Guðlaugur Valgeirsson

Lærlingar og Valkyrjur Meistarar Meistaranna

Síðastliðið Mánudagskvöld var háð hin árlega Meistarakeppni KLÍ þar sem Íslandsmeistararnir og bikarmeistararnir mætast.

Að þessu sinni átti KFR þrjú lið sem voru að spila. Í karlaflokki voru bikarmeistarar KFR-Lærlinga að spila við Íslandsmeistara ÍR-KLS og í kvennaflokki voru Íslandsmeistararnir KFR-Valkyrjur að spila við KFR-Afturgöngurnar.

Í karlaflokki sigruðu Lærlingar á endanum frekar örugglega en það var mjög jafnt eftir fyrstu 2 leikina þar sem munaði einungis 4 pinnum. En svona um miðjan þriðja leik fóru liðin að skiljast að en þá tóku Lærlingar vel framúr og enduðu að lokum um 100 pinnum yfir KLS. 1935 pinnar á móti 1834 pinnum KLS manna.

Bestur Lærlinga var Arnar Davíð Jónsson en hann spilað mjög jafna og góða keilu og endaði með 716. Guðlaugur Valgeirsson kom næstur með 674 og síðan gamla brýnið Freyr Braga með 545.

Kvennamegin voru Valkyrjur um 50 pinnum yfir í öllum leikjunum og unnu að lokum nokkuð þægilegan sigur með 1638 pinnum á móti 1477 pinnum. Valkyrjur voru nokkuð jafnar en þó var best Hafdís Pála Jónasdóttir sem spilaði 557, Dagný Edda Þórisdóttir kom næst með 542 og skammt á eftir henni var Katrín Fjóla Bragadóttir með 539.

Hjá Afturgöngunum var Ragna Guðrún Magnúsdóttir best með 517, á eftir henni kom Ragna Matthíasdóttir með 487 og að lokum Harpa Sif Jóhannsdóttir með 473.

Næstu helgi byrjar svo alvaran þegar deildirnar fara aftur í gang! Vonum við að KFR liðin eigi skemmtilegan og góðan vetur framundan.

 

laerlingar

Valkyrjur

Landslið fyrir NM U23 Valið

Þjálfarar U-23 ára landsliðsins, þeir Stefán Claessen og Guðmundur Sigurðsson hafa valið 4 stelpur og 4 stráka til að keppa fyrir hönd Íslands á Norðurlandamóti Ungmenna sem fram fer í Helsinki 18-22 október næstkomandi.

Í hópnum eru hvorki fleiri né færri en 5 ungmenni úr KFR, en strákamegin eru þeir Aron Fannar Benteinsson og Andri Freyr Jónsson úr KFR og með þeim eru þeir Alexander Halldórsson og Hlynur Örn Ómarsson úr ÍR.

Stelpumegin eru þær Katrín Fjóla Bragadóttir, Hafdís Pála Jónasdóttir og Helga Ósk Freysdóttir allar úr KFR og með þeim er síðan Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir úr ÍR.

Við í KFR óskum þeim öllum til hamingju með valið og góðs gengis á mótinu í næsta mánuði.

andri

Keiluæfingar haustið 2017

Barna- og unglingaæfingar KFR byrja mánudaginn 28.ágúst eftir sumarfrí.

Æfingar verða áfram á mánudögum og miðvikudögum en þær eru frá 17:00 til 18:30.

Æfingarnar eru frá 28.ágúst til 13.desember og þá kemur vetrarfrí.

Æfingarnar hefjast aftur eftir áramót þann 3.janúar og eru til 30.apríl.

Eins og í fyrra er Skúli Freyr Sigurðsson yfirþjálfari og með honum eins og í fyrra verður Aron Fannar Benteinsson og síðan bætist við nýr þjálfari en það er Arnar Davíð Jónsson en hann er margreyndur landsliðsmaður eins og Skúli og hefur meðal annars orðið Evrópumeistari unglinga.

Hlökkum til að sjá sem flesta þann 28.ágúst eftir gott sumarfrí

cropped-kfr_logo.png

Aðalfundur KFR og Keilarar ársins 2016

Í kvöld fór fram aðalfundur KFR fyrir árið 2016 en þar var meðal annars farið yfir ársreikninginn fyrir árið 2016 og valið keilara ársins 2016 og einnig var ný stjórn kosin. Fínasta mæting var í Laugardalinn þar sem fundurinn fór fram.

Kvennkeilari ársins 2016 hjá KFR var valin Hafdís Pála Jónasdóttir en hún varð m.a. Íslandsmeistari einstaklinga 2016 og varð fyrsta konan til að spila 300 leik.

Karlkeilari ársins 2016 hjá KFR var valinn Arnar Davíð Jónsson sem varð m.a. Íslandsmeistari einstaklinga 2016.

Einnig var kosin ný stjórn en Guðjón Júlíusson lét af störfum sem formaður félagsins en hann verður þó varamaður í stjórn áfram. Nýr formaður KFR er Stefán Ingi Óskarsson lærlingur mikill en frábært er að fá hann aftur inn í félagið eftir nokkur ár í KR. Með honum í stjórn eru áfram þær Hafdís Pála Jónasdóttir og Svanhildur Ólafsdóttir, inn í stjórn komu svo þeir Gústaf Smári Björnsson og Steinþór Geirdal Jóhannsson en þeir leysa af hólmi Sesselju Unni Vilhjálmsdóttir og Guðlaug Valgeirsson. Að lokum er svo Böðvar Már Böðvarsson varamaður í stjórn.

Á fundinum var svo tilkynnt að Arnar Davíð kemur inn í þjálfarateymið hjá unglingunum á næsta tímabili og kemur til með að hjálpa ennþá frekar þróun okkar ungu og efnilegu keilurum.

Við í fráfarandi stjórn þökkum öllum sem mættu á fundinn í kvöld og vonum að árið 2017 og næstu ár verði ennþá betri hjá félaginu.

arnar og hafdis

 

Lærlingar í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn

KFR-Lærlingar eru komnir í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitil liða eftir frábæran sigur á fráfarandi Íslandsmeisturum í ÍR-PLS.

Báðir leikirnir voru frábær skemmtun en Lærlingar leiddu 8,5-5,5 eftir fyrri leikinn. PLS menn byrjuðu seinni leikinn á sterkum 3-1 sigri en Lærlingar komu grimmir til baka og unnu 4-0 í leik 2. Eftir það þurftu þeir bara 1 stig í viðbót en þeir gerðu gott betur og unnu lokaleikinn 3-1 og samtals 10-4 í leik gærkvöldsins. Samtals 18,5 – 9,5.

Í hinum undanúrslitaleiknum mættu KFR-Stormsveitin deildarmeisturum ÍR-KLS og reyndust KLS menn of erfiðir fyrir Stormsveitina. KLS unnu fyrri leikinn 13-1 og þurftu því bara 1,5 stig í seinni leiknum en þeir tóku 2 stig í fyrsta leik og kláruðu einvígið.

Á sama tíma fór fram umspil um sæti í 1.deild kvenna en þar mættust KFR-Valkyrjur Z og KFR-Elding. Fóru leikar þannig að Valkyrjur Z unnu nokkuð örugglega og halda sæti sínu í 1.deild kvenna.

Úrslitin í bæði karla- og kvennadeildinni hefjast á sunnudaginn klukkan 19 og mælum við með því að fólk mæti og styðji sitt fólk. Kvennamegin mætast núverandi Íslandsmeistarar KFR-Valkyrjur og ÍR-TT en karlamegin eru það KFR-Lærlingar og ÍR-KLS.

laerlingar

KFR 1 í úrslit!

KFR 1 tryggði sér í morgun sæti í úrslitum í Íslandsmóti Unglingaliða þegar liðið gerði jafntefli í síðasta leik á móti ÍA1 sem hafði ekki tapað stigi í allan vetur! Málfríður Jóna Freysdóttir átti 2 pinna eftir og tók aðra til að tryggja liðinu jafnteflið og með því endaði liðið einu stigi fyrir ofan ÍR 2 sem endaði í 3.sæti í riðlinum.

Úrslitin fara fram á morgun en KFR 1 mætir þá ÍR 1 en vinna þarf 2 leiki til að koma sér í úrslit þar sem andstæðingurinn er ÍA 1 eða ÍA 2.

Stelpurnar2017

Málfríður (önnur frá hægri) var hetjan í dag.

Liðakeppninni lokið á EM

Liðakeppnin hjá Stelpunum spilaðist í gær og í morgun og enduðu íslensku stelpurnar í 8.sæti en stelpunum okkar Helgu og Málfríði gekk mjög vel í seinni hlutanum í morgun.

Þær byrjuðu í gær, á miðvikudeginum en þá spilaði Málfríður 421 í 3 leikjum og Helga spilaði 454 í 3 leikjum. Þær stórbættu sig hinsvegar báðar í morgun en þá spilaði Málfríður 501 í 3 leikjum en það er í fyrsta sinn sem hún spilar yfir 500 í 3 leikjum. Helga Ósk spilaði svo 494. Samtals spilaði Málfríður því 922 í liðakeppninni en Helga spilaði 914.

Helga situr í sæti 46 í heildarkeppninni með 164,8 meðaltal en Málfríður er í sæti 50 með 143,2 meðaltal og er hún búinn að hækka sig um 9,5 pinna milli sería.

Stelpurnar eru í fríi á morgun en spila svo í einstaklingskeppninni á laugardaginn.

Stelpurnar2017

Fyrsta degi lokið hjá Stelpunum á EM

Það eru tveir keppendur frá KFR á EYC2017 eða Evrópumóti Unglinga yngri en 18 ára sem fram fer í Helsinki að þessu sinni en það eru þær Helga Ósk og Málfríður Jóna Freysdætur úr Valkyrjum Z.

Helga Ósk hóf keppni í morgun í tvímenningskeppni með Elvu Rós úr ÍR en þær enduðu í 20.sæti þar sem Helga spilaði ágætlega og endaði með 1029 eða 171,5 meðaltal sem er 15 pinnum meira en meðaltal hennar hérna heima. Flott byrjun hjá Helgu.

Málfríður spilaði svo í seinna hollinu með Guðbjörgu Hörpu úr Þór en þær enduðu í 22.sæti en Málfríður er að spila á sínu fyrsta móti erlendis og endaði hún með 796 seríu eða 132,7 meðaltal sem er aðeins undir hennar meðaltali hérna heima.

Í allsherjarkeppninni er Helga í 40.sæti en Málfríður er í 50.sæti. Stelpurnar spila næst á morgun klukkan 13:15 (10:15 íslenskum tíma) í liðakeppninni með Guðbjörgu og Elvu.

IMG_6943

Gústaf Smári og Magna Ýr Íslandsmeistarar 2017

Gústaf Smári Björnsson og Magna Ýr Hjálmtýsdóttir bæði úr KFR urðu í gærkvöldi Íslandsmeistarar einstaklinga árið 2017.

Eftir undanúrslitin í kvennaflokki voru þær Magna Ýr, Dagný Edda Þórisdóttir og Ragna Matthíasdóttir allar úr KFR efstu þrjár og léku til úrslita. Eftir fyrsta leikinn féll Dagný úr leik með lægstan leikinn og eftir stóðu Magna og Ragna. Þar gerði Magna engin mistök en hún spilaði 226 á móti 151. Svo sannarlega sanngjarnt enda Magna verið efst í mótinu frá leik 2 í mótinu. Innilega til hamingju Magna Ýr en þetta var í fyrsta sinn sem hún verður Íslandsmeistari einstaklinga.

16735093_10211901992287906_1525867551_o

Eftir undanúrslitin karlamegin var Arnar Davíð Jónsson íslandsmeistarinn 2016 úr KFR efstur en á eftir honum voru þeir Andrés Páll Júlíusson úr ÍR og Gústaf Smári Björnsson úr KFR. Eftir fyrsta leikinn féll Arnar Davíð óvænt úr leik en margir bjuggust við að hann myndi verja titilinn sinn en hann hafði leitt mótið mestan partinn. Leikur 2 var æsispennandi frá upphafi til enda en þeir skiptust þónokkuð á því að hafa forystu í leiknum. Fór svo að lokum að Gústaf dugði 9 í 10unda ramma og fékk hann 9 og varð hann því Íslandsmeistari einstaklinga í fyrsta skipti. Innilega til hamingju Gústaf með frábæra frammistöðu.

16734866_10211901992367908_817204361_o

Að lokum viljum við þakka öllum styrktaraðilum KFR fyrir þeirra hjálp og svo viljum við líka segja takk stjórn KLÍ fyrir frábært mót, skemmtilegt og spennandi og fyrir frábæra umgjörð og flott úrslit sem fóru fram í beinni útsendingu á Rúv2 í gærkvöldi.

Að neðan má sjá efstu 3 í bæði karla- og kvennaflokki.

16735586_10211901992487911_1258324807_o

Forkeppni Íslandsmótsins Lokið

Forkeppni Íslandsmóts Einstaklinga lauk í morgun en KFR-ingar stóðu sig gífurlega vel en af 28 keppendum sem komust í milliriðil eru 17 úr KFR – 8 konur og 9 karlar. Virkilega gaman að sjá hvað KFR er sterkt og vonandi haldast báðir titlarnir í KFR áfram.

Arnar Davíð Jónsson núverandi Íslandsmeistari sem á titil að verja endaði forkeppnina á að spila 300 leik og tók þar með forystuna í mótinu og er efstur eftir forkeppni.

Kvennamegin er Magna Ýr Hjálmtýsdóttir efst en hún hefur spilað mjög vel fyrstu 12 leikina en hún er með um það bil 200 pinna forskot á Dagný Eddu.

Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta í Egilshöll annað kvöld klukkan 19 og í undanúrslitin á þriðjudag klukkan 16:30 og styðja okkar fólk til sigurs í stærsta móti ársins!

Að neðan má sjá Arnar með kúluna sem skilaði 300 leiknum.

IMG_6031