Author: Hafdís Pála Jónasdóttir

Kampavínsmót KFR og Toppveitinga

Kampavínsmót KFR og Toppveitinga verður haldið gamlársdag kl 11:00.

Spilaðir verða þrír leikir og verð í mótið er 4.000 kr. Athugið að ekki verður posi á staðnum.
Spilað verður í fjórum flokkum en Toppveitingar veita verðlaun fyrir eftstu þrjú sætin í hverjum flokk.

Stjörnuflokkur: 190+
1. flokkur: 170-289
2. flokkur: 150-169
3. flokkur: -149

Olíuburður verður Easy Street og skráning fer fram hér.

Mótið er opið öllum en áfengi verður ekki afhent einstaklingum undir 20 ára aldri. Forráðamenn geta hinsvegar tekið við því fyrir þeirra hönd.

Toppveitingar-02

Meistaramót KFR 2018-2019

Meistaramót KFR verður haldið Sunnudaginn 14. Apríl í keilusalnum á Akranesi.

Leiknir eru 3 leikir allir í karla og kvennaflokki og keppt bæði með og án forgjöf sem er 80% af mismun meðaltals og 200, þó forgjöfin sé neikvæð, en forgjöfin verður þó aldrei hærri en 64 pinnar. Engin úrslit eru leikin með forgjöf en veitt eru verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin.

Leikið er í hollum og komast 6 leikmenn að í hverju holli, 2 á braut og skipt um braut eftir hvern leik. Hver leikmaður getur aðeins skráð sig í 1 holl. Fjöldi holla fer eftir þáttöku.

Úrslit um Stórmeistara KFR hefjast beint eftir síðasta hollið. Þrír efstu menn/konur án forgjafar leika öll einn leik á sömu braut, karlar á einni braut og konur á annarri braut. Allir leika einn leik og fellur úr leik sá sem hefur lægsta skorið. Eftir eru tveir keppendur og leika þeir einn leik til úrslita og fær sigurvegarinn titilinn Stórmeistari KFR. Sé einhversstaðar í úrslitum jafnir leikir sem verða til þess að ekki sé hægt að skera úr um hvort keppandi detti út eða vinni leik skal útkljá leikinn með því að leikmenn kasta einu kasti og sá vinnur sem fellir flestar keilur. Ef enn er jafnt skal endurtaka þetta þar til úrslit liggja fyrir.

Mótið er opið öllum félagsmönnum í KFR og mótsgjald er kr. 1.500.-

Skráningu lýkur laugardaginn 13. apríl kl. 12:00

Skráning í fyrsta holl, kl 10:00

Skráning í annað holl, kl 11:30

Skráning í þriðja holl, kl 13:00

Olíuburður 41 fet – ECC2018

 

stormeistarar2018

 

 

 

 

 

 

 

 


Magna Ýr og Aron Fannar, stórmeistarar KFR 2017-2018 

Aðalfundur KFR 2019

Aðalfundur KFR verður haldinn fimmtudaginn 28. mars kl 19:00 í íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Skýrsla stjórna
  2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar
  3. Stjórnarkosning
  4. Kosning endurskoðenda
  5. Kosning fulltrúa og varafulltrúa í þau samtök sem félagið er aðili að
  6. Ákvörðun félagsgjalda
  7. KFR Keilari ársins kvenna og karla
  8. Ungmenni og unglingar KFR
  9. Önnur mál

Þeir sem hafið áhuga á að bjóða sig fram í stjórn og eða sem fulltrúi KFR í samtök sem við erum aðilar að, eru beðnir um að láta vita af sér með því að hafa samband eða senda póst á kfr@kfr.is

Stjórn félagsins hvetur félagsmenn til þess að taka frá kvöldið og mæta á fundinn.

Jólamót KFR 2018

Jólamót KFR verður haldið þriðjudaginn 26.desember klukkan 12:00.
Spilað verða 3 leikir en verð í mótið er 3.500 kr.

netto-logo-epli-bl-bakgrMótið skiptist í 4 flokka:
Stjörnuflokkur: 185+
1. flokkur: 170-184
2. flokkur: 150-169
3. flokkur: 0-149

Nettó veitir verðlaun fyrir efstu 3 sæti í hverjum flokk.

Olíuburður verður High Street
Nánar hér: http://patternlibrary.kegel.net/PatternLibraryPattern.aspx?ID=603

Skráning verður á staðnum.

Jólamót Nettó

Jólamót Nettó verður haldið þriðjudaginn 26.desember klukkan 12:00.
Spilað verða 3 leikir en verð í mótið er 3.500 kr.

netto-logo-epli-bl-bakgrMótið skiptist í 4 flokka:
Stjörnuflokkur: 185+
1. flokkur: 170-184
2. flokkur: 150-169
3. flokkur: 0-149

Veitt verða verðlaun fyrir efstu 3 sæti í hverjum flokk:
1. sæti: 15.000 kr gjafabréf frá Nettó
2. sæti: 10.000 kr gjafabréf frá Nettó
3. sæti: 5.000 kr gjafabréf frá Nettó

Olíuburður verður 2007 EBT 14 – 1st Ankara Open – 37 fet
Nánar hér: http://patternlibrary.kegel.net/PatternLibraryPattern.aspx?ID=545

Skráning verður á staðnum.

 

Dómgæsla veturinn 2017-2018

Stjórn KFR hefur lokið við að raða dómgæslu vetrarins niður á deildarlið.
Hvert lið ætti að minnsta kosti með 1 dómara í liðinnu og er það á ábyrgð fyrirliða að sjá til þess að því sé framfylgt. Ef lið sér ekki fram á að geta framfylgt dómaraskyldum sínum er það á þeirra eigin ábyrgð að finna staðgengil.

Niðurröðun dómgæslu má sjá hér fyrir neðan.

Screen Shot 2017-10-05 at 3.08.46 PM

Búningamál tímabilið 2017-2018

Á stjórnarfundi 4. september var tekin ákvörðun um að KFR muni ekki halda áfram að selja auglýsingar á boli félagsins. Deildarliðum er hinsvegar frjálst að selja auglýsingar á sína boli sem fjáröflun. Einnig var ákveðið að lið muni sjálf hafa val yfir hvernig búningum þau spili í, en einungis verða gerðar kröfur á að KFR merkið sé á búningunum.

Reykjavíkurmót Einstaklinga

Þriðjudagskvöldið 29 ágúst var Opna Reykjavíkurmótið í keilu haldið í Egilshöll. Leikin var 6 leikja sería og komust 5 efstu karlar og konur í Step Ladder úrslit.

Efst eftir forkeppnina urðu Ástrós Pétursdóttir hjá konum en Arna Davíð Jónsson KFR var í efsta sæti. Guðlaugur endaði í 5. sæti og vann sig því upp í úrslitum og sigraði Arnar Davíð með 278 gegn 200. Ástrós vann Dagný Eddu Þórisdóttur (KFR) í úrslitaleiknum með 192 gegn 168. Í 3ja sæti kvenna var Hafdís Pála Jónasdóttir (KFR) og Gunnar Þór Ásgeirsson. rvkmot

Meistaramót Ungmenna

Laugardaginn 1 apríl fór fram síðasta umferð í Meistaramóti Ungmenna og þar tóku 9 ungmenni frá KFR þátt.
Þar sem þetta var síðasta umferð vetrarins voru einnig gefin verðlaun fyrir fjölda stiga yfir tímabilið. Stigum var safnað úr hverri umferð en 1 sæti gefur 12 stig, 2 sæti 10 stig, 3 sæti 8 stig og svo framvegis.

Í fyrsta flokki pilta spilaði Aron Fannar og endaði hann í 2 sæti. Einnig lenti hann í öðru sæti yfir veturinn.

Í fyrsta flokki stúlkna spilaði Katrín Fjóla og sigraði hún sinn flokk í dag og yfir veturinn.

Í öðrum flokki stúlkna spilaði Helga Ósk og sigraði hún sinn flokk í dag. Hún var einnig með flest stig í sínum flokk yfir veturinn.

Í 3. flokki pilta spilaði Vébjörn Dagur og spilaði hann mjög vel og sýndi miklar framfarir. Einar Máni endaði í 3. sæti yfir veturinn í sama flokk.

Í 3. flokki stúlkna spilaði Málfríður og  Eyrún og stóðu þær sig mjög vel. Málfríður endaði í 3.sæti eftir veturinn.

Í 4. flokki pilta spilaði Mikael Aron og sigraði hann sinn flokk í dag og var einnig í 1. Sæti eftir veturinn.

Í 4 flokki stúlkna spilaði Nína Rut og endaði hún í 3 sæti bæði í þessari umferð og eftir veturinn.

Í 5 flokki spilaði Fjóla og spilaði hún mjög vel og bætti hún persónulega met í 1 ,2 og 3 leikjum.

Íslandsmót Öldunga

Íslandsmóti Öldunga lauk í dag og tryggði Ragna Matthíasdóttir í Keilufélagi Reykjavíkur sér sigurinn í kvennaflokki.
Í öðru sæti var Jóna Gunnarsdóttir og Bára Ágústdóttir í því þriðja, báðar úr KFR.

Karla meginn vann Guðmundur Sigurðsson (ÍA) og í öðru sæti varð Kristján Þórðarson (KR). KFR-ingurinn Sveinn Þrastarson endaði svo í þriðja sæti.

Óskum við hjá KFR okkar fólki hjartanlega til hamingju með árangurinn.

Ragna Matthíasdóttir (KFR) og Guðmundur Sigurðsson (ÍA)
Ragna Matthíasdóttir (KFR) og Guðmundur Sigurðsson (ÍA)