Meistaramót KFR verður haldið Sunnudaginn 14. Apríl í keilusalnum á Akranesi.
Leiknir eru 3 leikir allir í karla og kvennaflokki og keppt bæði með og án forgjöf sem er 80% af mismun meðaltals og 200, þó forgjöfin sé neikvæð, en forgjöfin verður þó aldrei hærri en 64 pinnar. Engin úrslit eru leikin með forgjöf en veitt eru verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin.
Leikið er í hollum og komast 6 leikmenn að í hverju holli, 2 á braut og skipt um braut eftir hvern leik. Hver leikmaður getur aðeins skráð sig í 1 holl. Fjöldi holla fer eftir þáttöku.
Úrslit um Stórmeistara KFR hefjast beint eftir síðasta hollið. Þrír efstu menn/konur án forgjafar leika öll einn leik á sömu braut, karlar á einni braut og konur á annarri braut. Allir leika einn leik og fellur úr leik sá sem hefur lægsta skorið. Eftir eru tveir keppendur og leika þeir einn leik til úrslita og fær sigurvegarinn titilinn Stórmeistari KFR. Sé einhversstaðar í úrslitum jafnir leikir sem verða til þess að ekki sé hægt að skera úr um hvort keppandi detti út eða vinni leik skal útkljá leikinn með því að leikmenn kasta einu kasti og sá vinnur sem fellir flestar keilur. Ef enn er jafnt skal endurtaka þetta þar til úrslit liggja fyrir.
Mótið er opið öllum félagsmönnum í KFR og mótsgjald er kr. 1.500.-
Skráningu lýkur laugardaginn 13. apríl kl. 12:00
Skráning í fyrsta holl, kl 10:00
Skráning í annað holl, kl 11:30
Skráning í þriðja holl, kl 13:00
Olíuburður 41 fet – ECC2018
Magna Ýr og Aron Fannar, stórmeistarar KFR 2017-2018