Author: Hafdís Pála Jónasdóttir

Fyrsta umferð AMF

Fyrsta umferð í AMF mótaröðinni fór fram 16.-20. nóvember síðastliðinn en þar voru 5 efstu leikmenn mótsins frá KFR.
Gústaf Smári var efstur og hlaut 12 stig fyrir. Á eftir honum komu Guðlaugur, Skúli Freyr, Dagný Edda og Guðjón.

Næsta umferð verður í janúar, en Reykjavík International leikarnir teljast einnig sem umferð í AMF mótaröðinni.

amftop3
Efstur þrír, Gústaf Smári, Guðlaugur og Skúli Freyr.

Bikarkeppni Liða – 32ja liða úrslit

Þann 30. október kláruðust 32ja liða úrslit í bikarkeppni liða. Þar mættust KFR-Grænu Töffararnir sem spila í 2. deild og ÍR-PLS sem spila í 1. deild í spennandi viðureign. Grænu töffararnir sigruðu að lokum í bráðabana með 28 pinnum á móti 25 frá PLS.

16 liða úrslit fara fram 5. desember hjá körlunum en þar á KFR samtals 5 lið.
Þar sem færri lið eru skráð í bikarkeppni kvenna megin fara öll okkar lið þar beint inn í 8 liða úrslit. Þau verða leikin 21. febrúar.

Hvetjum við alla félagsmenn til þess að mæta og styðja okkar lið.

kfr_graenutoffarar