Author: Stjórn KFR

Úrslit síðustu viku.

KFR liðin voru á fullu í síðustu viku og hér eru úrslit vikunnar:

Lærlingar tóku á móti ÍR L í Egilshöll. Úr varð spennandi leikur sem endaði 9 – 8 fyrir Lærlinga. Efstur þeirra var Andri Freyr með 578.

Stormsveitin spilaði við ÍR Broskarla. Sú viðureign varð aldrei spennandi og unnu okkar menn leikinn 14 – 3. Það var Gústaf Smári sem spilaði best, 585.

KFR liðin Afturgöngur og Valkyrjur mættust í Egilshöll. Afturgöngur sigruðu 14 – 6 þar sem Ragna Matt spilaði best Afturgangna 535 en Theódóra Ólafs best hjá Valkyrjum 534.

Skutlurnar mættu ÍR TT. Þar unnu ÍR TT leikinn 15 – 5 en Þórunn Stefanía spilaði best hjá Skutlunum, 526.

Í 2. deild karla mætti Þröstur í heimsókn til ÍR Blikk í Öskjuhlíðina. ÍR hafði betur í þessari viðureign 11 – 9 og spilaði Jökull Byron best Þrasta, 553.

JP Kast mætti líka í heimsókn í Öskjuhlíðina og spilaði við KR D.  KRingar unnu leikinn 15 – 5 og það var Konráð Þór sem spilaði best þeirra, 541.

Í 3. deild mætti Múrbrjótur liði KR E.  Múrbrjótur lá í þessum leik 7 – 13 og það var Jóel Eiður sem spilaði best, 524.

Ný keppnisvika hefst svo á morgun þegar strákarnir í Stormsveitinni fara upp á Skaga og spila við ÍA. Leikurinn hefst kl. 18:00. Sjá nánar leiki vikunnar á heimasíðu KLÍ.

Jökull Byron 1
Jökull spilaði vel fyrir Þresti.

 

Hjóna- og paramót 2. umferð

Næsta sunnudag er 2. umferð í Hjóna- og paramóti KFR. Spilað er í Öskjuhlíð og hefst keppni kl. 19:00.
Ekki þörf á að skrá sig í mótið heldur mæta tímanlega og skrá sig á staðnum.
Eins og alltaf verður kaffihlaðborðið á sínum stað og að þessu sinni mælumst við til þess við keppendur að hvert par komi með eitthvað góðgæti á borðið. Skemmtilegt að fá fjölbreyttni og nýjungar á borðið.

Afturgöngur með stórsigur – úrslit þriðjudagsins.

Afturgöngur unnur stórsigur á ÍR BK í 4. umferð 1. deildar kvenna í gær.  Leikurinn endaði 18 – 2 og var Harpa Sif efst hjá Afturgöngum með 556.

Einnig áttust við Valkyrjur og Skutlurnar í KFR slag. Valkyrjur sigldu því nokkuð örugglega í höfn en 2. leikurinn var jafn og skemmtilegur þar sem Skutlurnar unnu á einum pinna. Valkyrjur tóku hins vegar 15 stig á móti 5 stigum Skutlanna. Efst hjá Valkyrjum var Hafdís Pála með 527 en hjá Skutlunum Anna Soffía með 513

Í 1. deild karla tók Stormsveitin á móti KR A. Stormsveitin tók fyrstu tvo leikina 4 – 1 en tapaði þeim síðasta 1 – 4. Stormsveitin vann hins vegar heildina og enduðu leikar 11 – 6. Efstur hjá Stormsveitinni var Viktor með 598.

 

Hafdís spilaði best hjá Valkyrjum.

Sigrar og töp í leikjum kvöldsins.

Nokkur KFR lið voru að spila í kvöld og hér eru þau úrslit sem hafa borist:

Þrestir mættu ÍR-Nas í kvöld. Þrestir sigruðu sannfærandi 16 – 4 þar sem Valgeir spilaði 584 og Siggi Sverris 574.

Múrbrjótur spilaði við ÍR-Gaura. Gaurarnir sigruðu þennan leik 11 – 9 en hæstir hjá Múrbrjóti voru Jóhann með 510 og Jóel með 509.

JP Kast tóku á móti ÍR-Blikk. JP Kast áttu ekki í vandræðum með þennan leik og sigruðu 16 – 4. Hæstur var Konráð með 649.

Valkyrjur og Afturgöngur áttust við í KFR slag. Afturgöngur sigruðu 14 – 6 en við höfum ekki upplýsingar um skor.

Jóel
Jóel spilaði ágætlega í kvöld.

.

Lærlingar sigruðu á Skaganum

Nú er ECC 2014 búið og þá hefst hversdagslífið hjá okkur keilurum aftur.
Lærlingar fóru í dag upp á Skaga og spiluðu við ÍA í 1. deild karla. Lærlingar þurftu að fara lengri leiðina á Skagann þar sem göngin voru lokuð.
Eins og búast mátti við tóku okkar menn meirihluta stigana með í bæinn, leikurinn endaði 14 – 3 þar sem Freyr var með hæsta leik 244 og seríu 643.  Vel gert Lærlingar sem í augnablikinu sitja á toppi deildarinnar.

20141007_212323
Lærlingar tóku ÍA létt.

.

ECC 2014

Þessa dagana fer fram Evrópumót landsmeistara í Keiluhöllinni Egilshöll. Mótið verður sett í kvöld og því lýkur svo á laugardag.
Það eru Magnús Magnússon og Ástrós Pétursdóttir sem keppa á mótinu fyrir Íslands hönd.
Við hvetjum alla keilara til að eyða sem mestum tíma í Egilshöllinni á meðan mótið fer fram og bera bestu keilara Evrópu augum.
Heimasíða mótsins er www.ecc2014.is

2014-10-14 14.57.29
Maggi Magg og Ástrós keppa fyrir Íslands hönd. Mynd: ÁHE

.

Úrslit kvöldsins hjá KFR liðum.

Í kvöld mættust Lærlingar og Stormsveitin í uppgjöri 1. deildarliða KFR. Leikurinn fór fram í Egilshöll. Stormsveitin sigraði 5 – 12 og var Viktor hæstur Stormsveitarmanna með 622 en hjá Lærlingum var Freyr hæstur með 553. Leikurinn var í beinni á netinu og hægt er að horfa á upptöku af honum hérna hægra megin á síðunni.

Valkyrjur tóku á móti ÍR Buff í Egilshöll í 1. deild kvenna. Leikurinn endaði með sigri ÍR Buff 4 – 16. Hæst hjá Valkyrjum var Hafdís Pála með 525.

Í Öskjuhlíð mættust ÍR SK og KFR Elding í 2. deild kvenna. Þetta er þriðji leikur Eldinga kvenna á þremur dögum.  Leikurinn endaði 18 – 2 fyrir ÍR SK en efst hjá Eldingu var Karenina með 470.

KFR liðin Afturgöngurnar og Skutlurnar  mættust í 1. deild kvenna í Öskjuhlíð. Það voru Afturgöngur sem sigruðu 14 – 6. Helga Sig spilaði best hjá Afturgöngum, 508 en hjá Skutlunum var Karen efst með 485.

Stöðuna í deildunum má sjá á síðu KLÍ. Ekki verður spilað í deildunum í næstu viku vegna Evrópumóts Landsmeistara sem fram fer í Egilshöll miðvikudag til laugardags. Heimasíða mótsins er www.ecc2014.is

Stormsveitin
Stormsveitin lagði Lærlinga

.

Úrslit sunnudags og mánudags.

Nokkrum leikjum þessarar viku er lokið.

Í gær áttust við KFR Elding og Þórynjur frá Akureyri. Elding vann þann leik 13 – 7 þar sem Anna Kristín spilaði best 456.

Á sama tíma spilaði KFR Döff við Þór Víkinga frá Akureyri og lágu Döff menn 5 – 15. Bestur hjá Döff var Arnold með 374.

Í dag spilaði svo KFR JP Kast við ÍR Nas í Öskjuhlíð en þetta var heimaleikur ÍR Nas. Leikurinn endaði með sigri JP Kast, 4 – 16 og hæstur var Konráð Ólafs með 541.

KFR Múrbrjótur tók á móti ÍR Naddóð og endaði sá leikur með jafntefli, 10 – 10. Bestur var Jóel Eiður með 521.

KFR Döff lék útileik á móti ÍR Keila.is og töpuðu 18 – 2. Ekki hafa borist upplýsingar um skor.

Þá lék KFR Elding frestaðan útileik á móti ÍA á Akranesi.  Endaði leikurinn með 15 – 5 sigri ÍA. Best hjá Eldingu var Anna Kristín með 435.

2014-10-05 16.48.15

Hjónamót KFR, 1. umferð.

Fyrsta umferð í Hjóna- og paramóti KFR fór fram í kvöld í Keiluhöllinni Öskjuhlíð.
Ágæt mæting var í mótið en það mættu 11 pör. Keppt er með og án forgjafar og urðu úrslit þannig:

Með forgjöf:
Sigrún G. Guðmundsdóttir og Svavar Þór Einarsson   1231
Steinunn M. Arnórsdóttir og Ólafur Guðmundsson 1219
Harpa Sif Jóhannsdóttir og Vilhelm Pétursson 1187

Án forgjafar:
Berglind Scheving og Sigurbjörn S. Vilhjálmsson  1146
Unnur Vilhjálmsdóttir og Valgeir Guðbjartsson 1043
Anna S. Magnúsdóttir og Atli Þór Kárason  1028

Að sjálfsögðu var hið rómaða kaffihlaðborð á eftir. Næsta mót er sunnudaginn 2. nóvember kl. 19:00 í Öskjuhlíð og  því um að gera að taka daginn frá strax.

Skor fyrstu umferðarinnar má sjá hér. Hjonamot_14-15_1umf