JUHA MAJA Á ÍSLANDI 29. OG 30 OKTOBER 2015 

Í tilefni 30 ára afmælis KFR slær félagið upp heljarinnar viðburði þar sem öllum keilurum á landinu býðst að sækja námskeið hjá þessum flotta finnska toppþjálfara. Námskeiðið sjálft kostar 5.000 krónur og verður haldið í Egilshöll dagana 29 og 30 okt.
Skráning fer fram á netinu og komast 8 keilarar í hvert holl. Kennt verður á 8 brautum og mun því hver keilari hafa braut fyrir sig. Athylgi er vakin á því að til að hámarka árangur hvers og eins eru námskeiðin miðuð við getu hvers og eins og því best að skrá sig í rétt námskeið.

Juha Maja hefur verið þjálfari finnska unglingalandsliðsins í 7 ár. Hann var einnig heimsmeistari ungmenna og hefur unnið yfir 40 verðlaun sem þjálfari. Hann er einn reyndasti þjálfari ETBF og sér um alla menntun á þjálfurum hjá evrópska keilusambandinu ETBF.
Það er mikill fengur fyrir keilara á Íslandi að fá jafn þekktan og reyndan þjálfara hingað til lands.   Við hvetjum alla til að nýta sér þetta einstaka tækifæri og skrá sig í þjálfun hjá Juha Maja.

Laugardaginn 31. október kl. 9:00 er svo Afmælismót KFR. Keppt er í karla- og kvennaflokki með forgjöf. Forgjöf er 80% af 200 mínus meðaltal. Leiknir eru 3 leikir.

Tenglar vegna skráninga, bæði í þjálfun og í Afmælismót KFR, eru hér að neðan.

Fimmtudagur  29.10.15
12:00 – 13:30 Byrjendur  UPPSELT
14:00 – 15:30 Lengra komnir Skráning
16:00 – 17:30 Byrjendur Skráning
18:00 – 19:30 Lengra komnir Skráning
Föstudagur     30.10.15
12:00 – 13:30 Lengra komnir Skráning
14:00 – 15:30 Byrjendur Skráning
16:00 – 17:30 Lengra komnir Skráning
18:00 – 19:30 Byrjendur Skráning
Afmælismót KFR  31.10.15 Skráning