Category: Annað

Aðalfundur KFR 2021

Aðalfundur KFR verður haldinn fimmtudaginn 18. mars kl 19:00 í íþróttamiðstöðinni í Laugardal – sal D.

Þeir sem hafið áhuga á að bjóða sig fram í stjórn og eða sem fulltrúi KFR í samtök sem við erum aðilar að, eru beðnir um að láta vita af sér með því að hafa samband eða senda póst á kfr@kfr.is

Stjórn félagsins hvetur félagsmenn til þess að taka frá kvöldið og mæta á fundinn.

KFR og Sportabler

Nú erum við að taka í notkun nýtt forrit/app til þess að halda betur utan um starfið okkar. Framvegis fara upplýsingar um dagskrá og samskipti KFR fram á Sportabler sem er íslenskt vef- og snjallsímaforrit sem einfaldar alla viðburðastjórnun, samskipti og utanumhald íþróttastarfsins. 

Til þess að þetta skili tilsettum árangri er mikilvægt að allir skrái sig inn í réttan hóp – ef þið lendið í vandræðum sendið þá póst á kfr@kfr.is og við hjálpum ykkur.


Leikmenn/foreldrar þetta þurfið þið að gera:


ATH: Þetta á bara við um þá sem eru að skrá sig í fyrsta skipti á Sportabler, hjá þeim sem núþegar eru notendur ætti þessi nýi hópur núþegar að birtast hjá leikmanni/aðstandandi.


1. Skrá í Hóp hér https://www.sportabler.com/optin 

2. Kóði flokksins er: (sjá hér að neðar)

Börn 6-12 ára: G5WV7B

Unglingar 13-18 ára: BRNP2C

Fullorðnir – ekki í liði: AAIHMR

Afturgöngurnar: 4QR6TQ

Ásynjur: 1M01AK

Grænu Töffararnir: 7QT6EB

JP Kast: QZ8QHN

Lærlingar: WB9MKS

Skutlur: 9C9IGN

Stormsveitin: ZD6MOO

Valkyrjur: SYL40K

Þröstur: 2X4W9H

3. Fylla inn skráningaupplýsingar:  Velja “Ég er leikmaður” / “Ég er foreldri”eftir því sem við á – bæði leikmenn og aðstandendur geta skráð sig. 

4. Staðfesta netfang í tölvupósti sem þið fáið frá Sportabler: Smella á “hér” þá opnast nýr gluggi (Muna eftir að athuga ruslpóst/spam folder).

5. Búa til lykilorð 

6. Allt klárt ! Skrá sig inn og þá ætti “Mín Dagskrá” að taka á móti ykkur. 

7. Ná í appið og skrá inn – ef þið eruð ekki búin að því  (Appstore eða Google play store)

8. Endilega leyfa “Push notification”. Setja inn prófil-mynd af iðkenda og aðstandenda (hægt að gera bæði í appi og á vef). 

Andri Freyr Jónsson KFR sigraði Reykjavíkurleikana 2021

Reykjavíkurleikunum í keilu 2021 lauk þann 4. febrúar með sigri Andra Freys úr KFR.

Andri sigraði Hafþór Harðarson úr ÍR í úrslitaleiknum sem fór 225 gegn 214. Í úrslit komust einnig Adam Pawel úr ÍR sem varð í 3. sæti og Jón Ingi Ragnarsson úr KFR sem endaði í 4. sæti.

Marika K E Lönnroth var best KFR kvenna en hún varð í 15. sæti forkeppninnar.

Nánari upplýsingar um úrslit mótsins má finna hér

Kampavínsmót KFR og Toppveitinga

Kampavínsmót KFR og Toppveitinga verður haldið gamlársdag kl 11:00.

Spilaðir verða þrír leikir og verð í mótið er 4.000 kr. Athugið að ekki verður posi á staðnum.
Spilað verður í fjórum flokkum en Toppveitingar veita verðlaun fyrir eftstu þrjú sætin í hverjum flokk.

Stjörnuflokkur: 190+
1. flokkur: 170-289
2. flokkur: 150-169
3. flokkur: -149

Olíuburður verður Easy Street og skráning fer fram hér.

Mótið er opið öllum en áfengi verður ekki afhent einstaklingum undir 20 ára aldri. Forráðamenn geta hinsvegar tekið við því fyrir þeirra hönd.

Toppveitingar-02

Meistaramót KFR 2018-2019

Meistaramót KFR verður haldið Sunnudaginn 14. Apríl í keilusalnum á Akranesi.

Leiknir eru 3 leikir allir í karla og kvennaflokki og keppt bæði með og án forgjöf sem er 80% af mismun meðaltals og 200, þó forgjöfin sé neikvæð, en forgjöfin verður þó aldrei hærri en 64 pinnar. Engin úrslit eru leikin með forgjöf en veitt eru verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin.

Leikið er í hollum og komast 6 leikmenn að í hverju holli, 2 á braut og skipt um braut eftir hvern leik. Hver leikmaður getur aðeins skráð sig í 1 holl. Fjöldi holla fer eftir þáttöku.

Úrslit um Stórmeistara KFR hefjast beint eftir síðasta hollið. Þrír efstu menn/konur án forgjafar leika öll einn leik á sömu braut, karlar á einni braut og konur á annarri braut. Allir leika einn leik og fellur úr leik sá sem hefur lægsta skorið. Eftir eru tveir keppendur og leika þeir einn leik til úrslita og fær sigurvegarinn titilinn Stórmeistari KFR. Sé einhversstaðar í úrslitum jafnir leikir sem verða til þess að ekki sé hægt að skera úr um hvort keppandi detti út eða vinni leik skal útkljá leikinn með því að leikmenn kasta einu kasti og sá vinnur sem fellir flestar keilur. Ef enn er jafnt skal endurtaka þetta þar til úrslit liggja fyrir.

Mótið er opið öllum félagsmönnum í KFR og mótsgjald er kr. 1.500.-

Skráningu lýkur laugardaginn 13. apríl kl. 12:00

Skráning í fyrsta holl, kl 10:00

Skráning í annað holl, kl 11:30

Skráning í þriðja holl, kl 13:00

Olíuburður 41 fet – ECC2018

 

stormeistarar2018

 

 

 

 

 

 

 

 


Magna Ýr og Aron Fannar, stórmeistarar KFR 2017-2018 

Aðalfundi frestað!

Því miður þurfum við að fresta Aðalfundi KFR verður sem átti að vera fimmtudaginn 28. mars kl. 19:00 í íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Nýr tími fyrir Aðalfundinn er 15. apríl kl. 19:00 í íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Skýrsla stjórna
  2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar
  3. Stjórnarkosning
  4. Kosning endurskoðenda
  5. Kosning fulltrúa og varafulltrúa í þau samtök sem félagið er aðili að
  6. Ákvörðun félagsgjalda
  7. KFR Keilari ársins kvenna og karla
  8. Ungmenni og unglingar KFR
  9. Önnur mál

Þeir sem hafið áhuga á að bjóða sig fram í stjórn og eða sem fulltrúi KFR í samtök sem við erum aðilar að, eru beðnir um að láta vita af sér með því að hafa samband eða senda póst á kfr@kfr.is

Stjórn félagsins hvetur félagsmenn til þess að taka frá kvöldið og mæta á fundinn.

Aðalfundur KFR 2019

Aðalfundur KFR verður haldinn fimmtudaginn 28. mars kl 19:00 í íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Skýrsla stjórna
  2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar
  3. Stjórnarkosning
  4. Kosning endurskoðenda
  5. Kosning fulltrúa og varafulltrúa í þau samtök sem félagið er aðili að
  6. Ákvörðun félagsgjalda
  7. KFR Keilari ársins kvenna og karla
  8. Ungmenni og unglingar KFR
  9. Önnur mál

Þeir sem hafið áhuga á að bjóða sig fram í stjórn og eða sem fulltrúi KFR í samtök sem við erum aðilar að, eru beðnir um að láta vita af sér með því að hafa samband eða senda póst á kfr@kfr.is

Stjórn félagsins hvetur félagsmenn til þess að taka frá kvöldið og mæta á fundinn.

Arnar Davíð Jónsson KFR sigraði forkeppni AMF

Mynd kli.is
Mynd kli.is

Í gær lauk íslensku forkeppninni fyrir Qubica AMF World Cup 2018 sem haldið er af keiludeild ÍR. Arnar Davíð Jónsson úr KFR sigraði keppnina í ár og vann sér því þátttökurétt á 54. Qubica AMF World Cup sem fram fer í Las Vegas 4. til 11. nóvember n.k. Ástrós Pétursdóttir úr ÍR varð stigahæst kvenna á mótinu og hlýtur því einnig þátttökurétt á þessu móti en Qubica AMF World Cup er fjölmennasta einstaklingsmót m.v. fjölda þátttökuþjóða.

Keppnin í gærmorgun hófst á 8 manna Round Robin keppni þar sem 8 stigahæstu keilararnir eftir forkeppnirnar þrjár kepptu sín á milli. Arnar Davíð tók fljótt forystuna í efsta sætinu en aðrir skiptust á sætum allt fram í síðasta leik. Þá lék Hlynur Örn Ómarsson úr ÍR 299 og kom sér úr 7. og neðsta sætinu í það 2.
Það voru því Jón Ingi Ragnarsson úr KFR og Arnar Sæbergsson úr ÍR sem mættust í fyrsta leik í úrslitunum. Arnar þurfti 3 fellur í 10. rammanum til að slá Jón Inga út og það tókst honum með 214 leik gegn 213. Mikil spenna þar á ferð. Arnar mætti næst Hlyni Erni og líklega var bæði spennufall hjá Arnari auk þess sem Hlynur hélt áfram frá 299 leiknum, hann opnaði 1. ramman en felldi síðan 7 í röð og náði 245 gegn 172. Hlynur lék því til úrslita við Arnar Davíð. Þar var spennan ekki síðri en í fyrsta leiknum og sigraði Arnar með aðeins tveggja pinna mun 190 gegn 188.

Fyrir 19 árum vann pabbi Arnars Davíðs hann Jón Helgi Bragason þennan sama titil og fór á AMF mótið sem var haldið í sama keilusal í Las Vegas.

Arnar Davíð KFR er því AMF meistari 2018 – Til hamingju Arnar Davíð.

Þessi frétt er unnin úr frétt á kli.is

Mynd Tabita Snyder
Hér fagnar Arnar Davíð sama titli með pabba sínum fyrir 19 árum.  Mynd Tabita Snyder

Aðalfundur KFR 2018

 

Verður haldinn þriðjudaginn 22. Maí kl 18.30 í

íþróttamiðstöðinni í laugardal.

 

Dagskrá aðalfundar:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar
  3. Stjórnarkosning
  4. Kosning endurskoðenda
  5. Kosning varafulltrúa og varafulltrúa í þau samtök sem félagið er aðili að
  6. Ákvörðun félagsgjalda
  7. KFR Keilari ársins kvenna og karla
  8. Ungmenni og unglingar KFR
  9. Önnur mál

Hvet félaga til að taka daginn frá og mæta á aðalfund KFR. Þau ykkar sem hafið áhuga á að bjóða ykkur fram í stjórn og eða sem fulltrúi KFR í samtök sem við erum aðilar að látið okkur vita með því að hafa samband eða senda póst á kfr@kfr.is

 

Stjórn KFR