Category: Annað

Magna Ýr og Aron Fannar eru Stórmeistarar KFR 2017-2018

20180106_112606(0)

Í dag fór fram Meistaramót KFR í Keiluhöllinni í Egilshöll. Leikið var með og án forgjöf og fór svo að sömu 3 keppendurnir stilltu sér í efstu 3 sætin bæði í kvenna- og karlaflokki.

Í kvennaflokki voru það 1. sæti – Magna Ýr Hjálmtýsdóttir, 2. sæti – Dagný Edda Þórisdóttir og 3. sæti – Hafdís Pála Jónasdóttir.

20180106_112357

Í karlaflokki voru það 1. sæti – Freyr Bragason, 2. sæti Guðlaugur Valgeirsson og 3. sæti Aron Fannar Benteinsson.20180106_112504

Þau léku svo til úrslita og fór það svo að Magna Ýr vann kvennaflokkinn og Aron Fannar karlaflokkinn.

Skor úr forkeppni:

skor

Skor úr úrslitunum:

skor2

Stórn KFR óskar sigurvegurum til hamingju með titilinn.

Meistaramót KFR 2017-2018

Meistaramót KFR verður haldið í Keiluhöllinni í Egilshöll laugardaginn 6. jan kl. 09:00.

ATH – Breytt fyrirkomulag á mótinu!

Leiknir eru 3 leikir í karla og kvennaflokki og keppt bæði með og án forgjöf sem er 80% af mismun meðaltals og 200, þó forgjöfin sé neikvæð, en forgjöfin verður þó aldrei hærri en 64 pinnar. Engin úrslit eru leikin með forgjöf en veitt eru peninga verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin.

  1. sæti kr. 10.000.-
  2. sæti kr. 6.500.-
  3. sæti kr. 3.500.-

Spiluð eru úrslit milli þriggja efstu manna/kvenna án forgjöf sem leika allir einn leik á sama setti, karlar á einu setti og konur á öðru setti. Allir leika einn leik og fellur úr leik sá sem hefur lægsta skorið. Eftir eru tveir keppendur og leika þeir einn leik til úrslita og fær sigurvegarinn titilinn Stórmeistari KFR. Sé einhversstaðar í úrslitum jafnir leikir sem verða til þess að ekki sé hægt að skera úr um hvort keppandi detti út eða vinni leik skal útkljá leikinn með því að leikmenn kasta einu kasti og sá vinnur sem fellir flestar keilur. Ef enn er jafnt skal endurtaka þetta þar til úrslit liggja fyrir.

Mótið er opið öllum félagsmönnum KFR og kostar kr. 1.500.- í mótið.

Olíuburður verður 2007 EBT 14 – 1st Ankara Open

Skráningu lýkur föstudaginn 5. jan kl. 21:00

Smelltu hér til að skrá þig

Dagný Edda og Skúli Freyr eru Stórmeistarar 2016-2017

jonas

Jólamót Nettó

Jólamót Nettó verður haldið þriðjudaginn 26.desember klukkan 12:00.
Spilað verða 3 leikir en verð í mótið er 3.500 kr.

netto-logo-epli-bl-bakgrMótið skiptist í 4 flokka:
Stjörnuflokkur: 185+
1. flokkur: 170-184
2. flokkur: 150-169
3. flokkur: 0-149

Veitt verða verðlaun fyrir efstu 3 sæti í hverjum flokk:
1. sæti: 15.000 kr gjafabréf frá Nettó
2. sæti: 10.000 kr gjafabréf frá Nettó
3. sæti: 5.000 kr gjafabréf frá Nettó

Olíuburður verður 2007 EBT 14 – 1st Ankara Open – 37 fet
Nánar hér: http://patternlibrary.kegel.net/PatternLibraryPattern.aspx?ID=545

Skráning verður á staðnum.

 

Dómgæsla veturinn 2017-2018

Stjórn KFR hefur lokið við að raða dómgæslu vetrarins niður á deildarlið.
Hvert lið ætti að minnsta kosti með 1 dómara í liðinnu og er það á ábyrgð fyrirliða að sjá til þess að því sé framfylgt. Ef lið sér ekki fram á að geta framfylgt dómaraskyldum sínum er það á þeirra eigin ábyrgð að finna staðgengil.

Niðurröðun dómgæslu má sjá hér fyrir neðan.

Screen Shot 2017-10-05 at 3.08.46 PM

Lærlingar og Valkyrjur Meistarar Meistaranna

Síðastliðið Mánudagskvöld var háð hin árlega Meistarakeppni KLÍ þar sem Íslandsmeistararnir og bikarmeistararnir mætast.

Að þessu sinni átti KFR þrjú lið sem voru að spila. Í karlaflokki voru bikarmeistarar KFR-Lærlinga að spila við Íslandsmeistara ÍR-KLS og í kvennaflokki voru Íslandsmeistararnir KFR-Valkyrjur að spila við KFR-Afturgöngurnar.

Í karlaflokki sigruðu Lærlingar á endanum frekar örugglega en það var mjög jafnt eftir fyrstu 2 leikina þar sem munaði einungis 4 pinnum. En svona um miðjan þriðja leik fóru liðin að skiljast að en þá tóku Lærlingar vel framúr og enduðu að lokum um 100 pinnum yfir KLS. 1935 pinnar á móti 1834 pinnum KLS manna.

Bestur Lærlinga var Arnar Davíð Jónsson en hann spilað mjög jafna og góða keilu og endaði með 716. Guðlaugur Valgeirsson kom næstur með 674 og síðan gamla brýnið Freyr Braga með 545.

Kvennamegin voru Valkyrjur um 50 pinnum yfir í öllum leikjunum og unnu að lokum nokkuð þægilegan sigur með 1638 pinnum á móti 1477 pinnum. Valkyrjur voru nokkuð jafnar en þó var best Hafdís Pála Jónasdóttir sem spilaði 557, Dagný Edda Þórisdóttir kom næst með 542 og skammt á eftir henni var Katrín Fjóla Bragadóttir með 539.

Hjá Afturgöngunum var Ragna Guðrún Magnúsdóttir best með 517, á eftir henni kom Ragna Matthíasdóttir með 487 og að lokum Harpa Sif Jóhannsdóttir með 473.

Næstu helgi byrjar svo alvaran þegar deildirnar fara aftur í gang! Vonum við að KFR liðin eigi skemmtilegan og góðan vetur framundan.

 

laerlingar

Valkyrjur

Búningamál tímabilið 2017-2018

Á stjórnarfundi 4. september var tekin ákvörðun um að KFR muni ekki halda áfram að selja auglýsingar á boli félagsins. Deildarliðum er hinsvegar frjálst að selja auglýsingar á sína boli sem fjáröflun. Einnig var ákveðið að lið muni sjálf hafa val yfir hvernig búningum þau spili í, en einungis verða gerðar kröfur á að KFR merkið sé á búningunum.

Reykjavíkurmót Einstaklinga

Þriðjudagskvöldið 29 ágúst var Opna Reykjavíkurmótið í keilu haldið í Egilshöll. Leikin var 6 leikja sería og komust 5 efstu karlar og konur í Step Ladder úrslit.

Efst eftir forkeppnina urðu Ástrós Pétursdóttir hjá konum en Arna Davíð Jónsson KFR var í efsta sæti. Guðlaugur endaði í 5. sæti og vann sig því upp í úrslitum og sigraði Arnar Davíð með 278 gegn 200. Ástrós vann Dagný Eddu Þórisdóttur (KFR) í úrslitaleiknum með 192 gegn 168. Í 3ja sæti kvenna var Hafdís Pála Jónasdóttir (KFR) og Gunnar Þór Ásgeirsson. rvkmot

Landslið fyrir NM U23 Valið

Þjálfarar U-23 ára landsliðsins, þeir Stefán Claessen og Guðmundur Sigurðsson hafa valið 4 stelpur og 4 stráka til að keppa fyrir hönd Íslands á Norðurlandamóti Ungmenna sem fram fer í Helsinki 18-22 október næstkomandi.

Í hópnum eru hvorki fleiri né færri en 5 ungmenni úr KFR, en strákamegin eru þeir Aron Fannar Benteinsson og Andri Freyr Jónsson úr KFR og með þeim eru þeir Alexander Halldórsson og Hlynur Örn Ómarsson úr ÍR.

Stelpumegin eru þær Katrín Fjóla Bragadóttir, Hafdís Pála Jónasdóttir og Helga Ósk Freysdóttir allar úr KFR og með þeim er síðan Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir úr ÍR.

Við í KFR óskum þeim öllum til hamingju með valið og góðs gengis á mótinu í næsta mánuði.

andri

Keiluæfingar haustið 2017

Barna- og unglingaæfingar KFR byrja mánudaginn 28.ágúst eftir sumarfrí.

Æfingar verða áfram á mánudögum og miðvikudögum en þær eru frá 17:00 til 18:30.

Æfingarnar eru frá 28.ágúst til 13.desember og þá kemur vetrarfrí.

Æfingarnar hefjast aftur eftir áramót þann 3.janúar og eru til 30.apríl.

Eins og í fyrra er Skúli Freyr Sigurðsson yfirþjálfari og með honum eins og í fyrra verður Aron Fannar Benteinsson og síðan bætist við nýr þjálfari en það er Arnar Davíð Jónsson en hann er margreyndur landsliðsmaður eins og Skúli og hefur meðal annars orðið Evrópumeistari unglinga.

Hlökkum til að sjá sem flesta þann 28.ágúst eftir gott sumarfrí

cropped-kfr_logo.png