Category: Annað

Meistaramót Ungmenna

Laugardaginn 1 apríl fór fram síðasta umferð í Meistaramóti Ungmenna og þar tóku 9 ungmenni frá KFR þátt.
Þar sem þetta var síðasta umferð vetrarins voru einnig gefin verðlaun fyrir fjölda stiga yfir tímabilið. Stigum var safnað úr hverri umferð en 1 sæti gefur 12 stig, 2 sæti 10 stig, 3 sæti 8 stig og svo framvegis.

Í fyrsta flokki pilta spilaði Aron Fannar og endaði hann í 2 sæti. Einnig lenti hann í öðru sæti yfir veturinn.

Í fyrsta flokki stúlkna spilaði Katrín Fjóla og sigraði hún sinn flokk í dag og yfir veturinn.

Í öðrum flokki stúlkna spilaði Helga Ósk og sigraði hún sinn flokk í dag. Hún var einnig með flest stig í sínum flokk yfir veturinn.

Í 3. flokki pilta spilaði Vébjörn Dagur og spilaði hann mjög vel og sýndi miklar framfarir. Einar Máni endaði í 3. sæti yfir veturinn í sama flokk.

Í 3. flokki stúlkna spilaði Málfríður og  Eyrún og stóðu þær sig mjög vel. Málfríður endaði í 3.sæti eftir veturinn.

Í 4. flokki pilta spilaði Mikael Aron og sigraði hann sinn flokk í dag og var einnig í 1. Sæti eftir veturinn.

Í 4 flokki stúlkna spilaði Nína Rut og endaði hún í 3 sæti bæði í þessari umferð og eftir veturinn.

Í 5 flokki spilaði Fjóla og spilaði hún mjög vel og bætti hún persónulega met í 1 ,2 og 3 leikjum.

Íslandsmót Öldunga

Íslandsmóti Öldunga lauk í dag og tryggði Ragna Matthíasdóttir í Keilufélagi Reykjavíkur sér sigurinn í kvennaflokki.
Í öðru sæti var Jóna Gunnarsdóttir og Bára Ágústdóttir í því þriðja, báðar úr KFR.

Karla meginn vann Guðmundur Sigurðsson (ÍA) og í öðru sæti varð Kristján Þórðarson (KR). KFR-ingurinn Sveinn Þrastarson endaði svo í þriðja sæti.

Óskum við hjá KFR okkar fólki hjartanlega til hamingju með árangurinn.

Ragna Matthíasdóttir (KFR) og Guðmundur Sigurðsson (ÍA)
Ragna Matthíasdóttir (KFR) og Guðmundur Sigurðsson (ÍA)

Heilsuefling eldri aldurshópa – Hvað ætla stjórnvöld að gera?

Heilsuefling eldri aldurshópa og hvað stjórnvöld ætla að gera til að hrinda í framkvæmd markvissri heilsuefnlingu er viðfangsefni hálfs dags ráðstefnu sem verður haldin í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þann 16. mars næstkomandi.

Rannsóknir hafa margsinnis staðfest að hreyfing og hollt mataræði leika lykilhlutverk til að bæta heilsu eldri borgara.

Á ráðstefnunni verður annars vegar farið ofan í saumana á því hvernig best er að standa að þessari heilsueflingu, fjallað um félagslega þáttinn og þátt næringar og hvers konar heilsurækt henti fólki í eldri aldurshópum. Meðal þeirra sem taka til máls eru öldrunarlæknir, íþrótta- og heilsufræðingur, heilsuhagfræðingur, félagsfræðingur og fyrrum íþróttamaður.

Hins vegar sitja borgarstjóri, landlæknir, heilbrigðisráðherra og sveitarstjóri fyrir svörum um það hvernig stjórnvöld ætla að beita sér í þessum efnum. Þessir aðilar hafa þegar fengið hnitmiðaðar spurningar um heilsueflingu sem þeir byrja á því að svara áður en þeir setjast í pallborðið.

„Ömurlegt er að eldast“ sungu ungu mennirnir í Rolling Stones fyrir hálfri öld (What a drag it is getting old). Nú er Mick Jagger orðinn 73 ára, sprækur sem aldrei fyrr þegar hann hendist þindarlaus um sviðið á tónleikum hljómsveitarinnar. Lykill hans að góðri heilsu og þoli er sá sami og hjá öllum öðrum sem bera sig eftir því, að stunda heilsurækt og borða hollt.

Ráðstefnan verður  í Tjarnarsal Ráðhússins. Hún er öllum opin og aðgangur ókeypis. Ráðstefnan hefst kl. 14 með ávarpi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar.

Ráðstefna 16. mars - Aldrei of seint - Heilsuefling eldri aldurshópa - 23.2.17 copy

Elítumót KFR 2017 – Úrslit

Í kvöld var Elítumót KFR haldið í 4 skiptið. Mætingin var ágæt og mættu þónokkrir leikmenn sem ekki hafa kastað kúlu í lengri tíma. Mótið var æsispennandi og í flokki 41-50 ára voru Sigurður Þorsteinsson og Jóhann Ágúst Jóhannsson jafnir með hæsta skor í flokknum en Sigurður var með hærri síðasta leik og var því sigurvegari í flokknum.

KFR þakkar þátttakendum fyrir komuna í þetta skemmtilega mót og vonumst við að sjálfsögðu til að sjá fleiri þátttakendur á næsta ári.

Hér má sjá úrslit í öllum flokkum ásamt nokkrum skemmtilegum myndum frá kvöldinu:

Elítumót 2017

Elítumót KFR 2017

elita
Þá er komið að Elítumóti KFR – Fimmtudaginn 9. mars kl. 19:00
 
Mótið hefur verð haldin þrisvar sinnum áður og alltaf fjölgar elítu keilurum sem mæta. Elítu keilari er sá/sú sem byrjaði í sportinu á síðustu öld.
 
Við hvetjum alla til að mæta í mótið og þá sérstaklega hvetjum við þá sem ekki hafa í keiluskó stigið lengi að mæta og hitta gamla vini og kunningja.
 
Mótið er C-mót og leiknr eru 3 leikir í aldursflokkum.
Verð er 3.500
 
Olíuburður verður EYC2016 – 39 fet, sami og verður notaður í Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf um næstu helgi.
 

Gústaf Smári og Magna Ýr Íslandsmeistarar 2017

Gústaf Smári Björnsson og Magna Ýr Hjálmtýsdóttir bæði úr KFR urðu í gærkvöldi Íslandsmeistarar einstaklinga árið 2017.

Eftir undanúrslitin í kvennaflokki voru þær Magna Ýr, Dagný Edda Þórisdóttir og Ragna Matthíasdóttir allar úr KFR efstu þrjár og léku til úrslita. Eftir fyrsta leikinn féll Dagný úr leik með lægstan leikinn og eftir stóðu Magna og Ragna. Þar gerði Magna engin mistök en hún spilaði 226 á móti 151. Svo sannarlega sanngjarnt enda Magna verið efst í mótinu frá leik 2 í mótinu. Innilega til hamingju Magna Ýr en þetta var í fyrsta sinn sem hún verður Íslandsmeistari einstaklinga.

16735093_10211901992287906_1525867551_o

Eftir undanúrslitin karlamegin var Arnar Davíð Jónsson íslandsmeistarinn 2016 úr KFR efstur en á eftir honum voru þeir Andrés Páll Júlíusson úr ÍR og Gústaf Smári Björnsson úr KFR. Eftir fyrsta leikinn féll Arnar Davíð óvænt úr leik en margir bjuggust við að hann myndi verja titilinn sinn en hann hafði leitt mótið mestan partinn. Leikur 2 var æsispennandi frá upphafi til enda en þeir skiptust þónokkuð á því að hafa forystu í leiknum. Fór svo að lokum að Gústaf dugði 9 í 10unda ramma og fékk hann 9 og varð hann því Íslandsmeistari einstaklinga í fyrsta skipti. Innilega til hamingju Gústaf með frábæra frammistöðu.

16734866_10211901992367908_817204361_o

Að lokum viljum við þakka öllum styrktaraðilum KFR fyrir þeirra hjálp og svo viljum við líka segja takk stjórn KLÍ fyrir frábært mót, skemmtilegt og spennandi og fyrir frábæra umgjörð og flott úrslit sem fóru fram í beinni útsendingu á Rúv2 í gærkvöldi.

Að neðan má sjá efstu 3 í bæði karla- og kvennaflokki.

16735586_10211901992487911_1258324807_o

Forkeppni Íslandsmótsins Lokið

Forkeppni Íslandsmóts Einstaklinga lauk í morgun en KFR-ingar stóðu sig gífurlega vel en af 28 keppendum sem komust í milliriðil eru 17 úr KFR – 8 konur og 9 karlar. Virkilega gaman að sjá hvað KFR er sterkt og vonandi haldast báðir titlarnir í KFR áfram.

Arnar Davíð Jónsson núverandi Íslandsmeistari sem á titil að verja endaði forkeppnina á að spila 300 leik og tók þar með forystuna í mótinu og er efstur eftir forkeppni.

Kvennamegin er Magna Ýr Hjálmtýsdóttir efst en hún hefur spilað mjög vel fyrstu 12 leikina en hún er með um það bil 200 pinna forskot á Dagný Eddu.

Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta í Egilshöll annað kvöld klukkan 19 og í undanúrslitin á þriðjudag klukkan 16:30 og styðja okkar fólk til sigurs í stærsta móti ársins!

Að neðan má sjá Arnar með kúluna sem skilaði 300 leiknum.

IMG_6031

 

U-18 landsliðið valið

Landsliðsþjálfararnir Stefán Claessen og Guðmundur Sigurðsson hafa valið U-18 ára landsliðið sem er að fara á Evrópumót Unglinga eða EYC 2017 sem fram fer í Helsinki, Finnlandi um páskana eða 8-17 apríl nk.

3 frá KFR voru valdir en það eru þau Jökull Byron Magnússon úr KFR-Folarnir, Helga Ósk Freysdóttir úr Valkyrjur-Z og Málfríður Jóna Freysdóttir líka úr Valkyrjur-Z.

Að auki með Jökli eru þeir Steindór Máni Björnsson úr ÍR, Jóhann Ársæll Atlason úr ÍA og Ólafur Þór Hjaltalín Ólafsson úr Þór.

Með stelpunum eru þær Elva Rós Hannesdóttir úr ÍR og Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir úr Þór.

IMG_6940

 

 

Úrslitin í Kampavínsmóti KFR

Í dag, þann 31.desember fór fram síðasta mót ársins en það er Kampavínsmótið fræga sem er á hverju ári. Að þessu sinni var vel mætt en það voru 44 manns sem tóku þátt í mótinu sem var C-mót.

Keppt var í 4 flokkum eins og í jólamótinu en í fyrstu verðlaun voru 3 kampavínsflöskur og flugeldapakki, önnur verðlaun voru 2 kampavínsflöskur og í þriðju verðlaun var 1 kampavínsflaska. Að auki voru dregnir út aukavinningar eins og í jólamótinu. Það mátti sjá mjög góða og háa spilamennsku í dag en úrslitin voru eftirfarandi:

* flokkur

 1. Hlynur Örn Ómarsson – 734 (289 í leik 1)
 2. Guðlaugur Valgeirsson – 694
 3. Freyr Bragason – 645

1. flokkur

 1. Andri Freyr Jónsson – 715 (277 í leik 1)
 2. Sveinn Þrastarson – 713
 3. Magna Ýr Hjálmtýsdóttir – 697

2. flokkur

 1. Bharat Singh – 631
 2. Snæbjörn Þormóðsson – 558
 3. Jóhanna Guðjónsdóttir – 555

3. flokkur

 1. Guðjón Gunnarsson – 525
 2. Arnór Ingi Bjarkason – 501
 3. Anna Kristín Óladóttir – 498

kampavin4 kampavin3 kampavin2 kampavin1

Þökkum öllum kærlega fyrir þáttökuna og óskum ykkur gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir það liðna.

Úrslitin í Jólamóti KFR

Í gær þann 26.desember eða á öðrum degi jóla fór fram jólamót KFR eins og svo oft áður. Vel var mætt í mótið en 39 manns tóku þátt. Spilaðir voru 3 leikir og var skipt upp í 4 flokka. Það mátti sjá mjög góða spilamennsku hjá mörgum í þessu móti og er það alltaf gaman að sjá. Úrslitin voru eftirfarandi

*. flokkur 185+

 1. Björn G. Sigurðsson – 749
 2. Einar Már Björnsson – 747
 3. Stefán Claessen – 693

1.flokkur 170-184

 1. Sigurbjörn Vilhjálmsson – 689
 2. Þórarinn Már Þorbjörnsson – 638
 3. Guðmundur Sigurðsson – 612

 

2.flokkur 150-169

 1. Eiríkur Garðar Einarsson – 612
 2. Bharat Singh – 605
 3. Theódóra Ólafsdóttir – 534

 

3.flokkur 0-149

 1. Málfríður Freysdóttir – 491
 2. Anna Kristín Óladóttir – 486
 3. Pétur Friðrik Sigurðsson – 485

Að auki voru dregnir út fjölda aukavinninga. Við þökkum kærlega fyrir þáttökuna og minnum á kampavínsmótið sem fer fram þann 31.desember klukkan 11:00. Hér að neðan má sjá myndir af efstu 3 í hverjum flokk.

jolamot11 jolamot21 jolamot31 jolamot41