Category: Annað

Dómgæsla veturinn 2017-2018

Stjórn KFR hefur lokið við að raða dómgæslu vetrarins niður á deildarlið.
Hvert lið ætti að minnsta kosti með 1 dómara í liðinnu og er það á ábyrgð fyrirliða að sjá til þess að því sé framfylgt. Ef lið sér ekki fram á að geta framfylgt dómaraskyldum sínum er það á þeirra eigin ábyrgð að finna staðgengil.

Niðurröðun dómgæslu má sjá hér fyrir neðan.

Screen Shot 2017-10-05 at 3.08.46 PM

Lærlingar og Valkyrjur Meistarar Meistaranna

Síðastliðið Mánudagskvöld var háð hin árlega Meistarakeppni KLÍ þar sem Íslandsmeistararnir og bikarmeistararnir mætast.

Að þessu sinni átti KFR þrjú lið sem voru að spila. Í karlaflokki voru bikarmeistarar KFR-Lærlinga að spila við Íslandsmeistara ÍR-KLS og í kvennaflokki voru Íslandsmeistararnir KFR-Valkyrjur að spila við KFR-Afturgöngurnar.

Í karlaflokki sigruðu Lærlingar á endanum frekar örugglega en það var mjög jafnt eftir fyrstu 2 leikina þar sem munaði einungis 4 pinnum. En svona um miðjan þriðja leik fóru liðin að skiljast að en þá tóku Lærlingar vel framúr og enduðu að lokum um 100 pinnum yfir KLS. 1935 pinnar á móti 1834 pinnum KLS manna.

Bestur Lærlinga var Arnar Davíð Jónsson en hann spilað mjög jafna og góða keilu og endaði með 716. Guðlaugur Valgeirsson kom næstur með 674 og síðan gamla brýnið Freyr Braga með 545.

Kvennamegin voru Valkyrjur um 50 pinnum yfir í öllum leikjunum og unnu að lokum nokkuð þægilegan sigur með 1638 pinnum á móti 1477 pinnum. Valkyrjur voru nokkuð jafnar en þó var best Hafdís Pála Jónasdóttir sem spilaði 557, Dagný Edda Þórisdóttir kom næst með 542 og skammt á eftir henni var Katrín Fjóla Bragadóttir með 539.

Hjá Afturgöngunum var Ragna Guðrún Magnúsdóttir best með 517, á eftir henni kom Ragna Matthíasdóttir með 487 og að lokum Harpa Sif Jóhannsdóttir með 473.

Næstu helgi byrjar svo alvaran þegar deildirnar fara aftur í gang! Vonum við að KFR liðin eigi skemmtilegan og góðan vetur framundan.

 

laerlingar

Valkyrjur

Búningamál tímabilið 2017-2018

Á stjórnarfundi 4. september var tekin ákvörðun um að KFR muni ekki halda áfram að selja auglýsingar á boli félagsins. Deildarliðum er hinsvegar frjálst að selja auglýsingar á sína boli sem fjáröflun. Einnig var ákveðið að lið muni sjálf hafa val yfir hvernig búningum þau spili í, en einungis verða gerðar kröfur á að KFR merkið sé á búningunum.

Reykjavíkurmót Einstaklinga

Þriðjudagskvöldið 29 ágúst var Opna Reykjavíkurmótið í keilu haldið í Egilshöll. Leikin var 6 leikja sería og komust 5 efstu karlar og konur í Step Ladder úrslit.

Efst eftir forkeppnina urðu Ástrós Pétursdóttir hjá konum en Arna Davíð Jónsson KFR var í efsta sæti. Guðlaugur endaði í 5. sæti og vann sig því upp í úrslitum og sigraði Arnar Davíð með 278 gegn 200. Ástrós vann Dagný Eddu Þórisdóttur (KFR) í úrslitaleiknum með 192 gegn 168. Í 3ja sæti kvenna var Hafdís Pála Jónasdóttir (KFR) og Gunnar Þór Ásgeirsson. rvkmot

Landslið fyrir NM U23 Valið

Þjálfarar U-23 ára landsliðsins, þeir Stefán Claessen og Guðmundur Sigurðsson hafa valið 4 stelpur og 4 stráka til að keppa fyrir hönd Íslands á Norðurlandamóti Ungmenna sem fram fer í Helsinki 18-22 október næstkomandi.

Í hópnum eru hvorki fleiri né færri en 5 ungmenni úr KFR, en strákamegin eru þeir Aron Fannar Benteinsson og Andri Freyr Jónsson úr KFR og með þeim eru þeir Alexander Halldórsson og Hlynur Örn Ómarsson úr ÍR.

Stelpumegin eru þær Katrín Fjóla Bragadóttir, Hafdís Pála Jónasdóttir og Helga Ósk Freysdóttir allar úr KFR og með þeim er síðan Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir úr ÍR.

Við í KFR óskum þeim öllum til hamingju með valið og góðs gengis á mótinu í næsta mánuði.

andri

Keiluæfingar haustið 2017

Barna- og unglingaæfingar KFR byrja mánudaginn 28.ágúst eftir sumarfrí.

Æfingar verða áfram á mánudögum og miðvikudögum en þær eru frá 17:00 til 18:30.

Æfingarnar eru frá 28.ágúst til 13.desember og þá kemur vetrarfrí.

Æfingarnar hefjast aftur eftir áramót þann 3.janúar og eru til 30.apríl.

Eins og í fyrra er Skúli Freyr Sigurðsson yfirþjálfari og með honum eins og í fyrra verður Aron Fannar Benteinsson og síðan bætist við nýr þjálfari en það er Arnar Davíð Jónsson en hann er margreyndur landsliðsmaður eins og Skúli og hefur meðal annars orðið Evrópumeistari unglinga.

Hlökkum til að sjá sem flesta þann 28.ágúst eftir gott sumarfrí

cropped-kfr_logo.png

Aðalfundur KFR og Keilarar ársins 2016

Í kvöld fór fram aðalfundur KFR fyrir árið 2016 en þar var meðal annars farið yfir ársreikninginn fyrir árið 2016 og valið keilara ársins 2016 og einnig var ný stjórn kosin. Fínasta mæting var í Laugardalinn þar sem fundurinn fór fram.

Kvennkeilari ársins 2016 hjá KFR var valin Hafdís Pála Jónasdóttir en hún varð m.a. Íslandsmeistari einstaklinga 2016 og varð fyrsta konan til að spila 300 leik.

Karlkeilari ársins 2016 hjá KFR var valinn Arnar Davíð Jónsson sem varð m.a. Íslandsmeistari einstaklinga 2016.

Einnig var kosin ný stjórn en Guðjón Júlíusson lét af störfum sem formaður félagsins en hann verður þó varamaður í stjórn áfram. Nýr formaður KFR er Stefán Ingi Óskarsson lærlingur mikill en frábært er að fá hann aftur inn í félagið eftir nokkur ár í KR. Með honum í stjórn eru áfram þær Hafdís Pála Jónasdóttir og Svanhildur Ólafsdóttir, inn í stjórn komu svo þeir Gústaf Smári Björnsson og Steinþór Geirdal Jóhannsson en þeir leysa af hólmi Sesselju Unni Vilhjálmsdóttir og Guðlaug Valgeirsson. Að lokum er svo Böðvar Már Böðvarsson varamaður í stjórn.

Á fundinum var svo tilkynnt að Arnar Davíð kemur inn í þjálfarateymið hjá unglingunum á næsta tímabili og kemur til með að hjálpa ennþá frekar þróun okkar ungu og efnilegu keilurum.

Við í fráfarandi stjórn þökkum öllum sem mættu á fundinn í kvöld og vonum að árið 2017 og næstu ár verði ennþá betri hjá félaginu.

arnar og hafdis

 

Lærlingar í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn

KFR-Lærlingar eru komnir í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitil liða eftir frábæran sigur á fráfarandi Íslandsmeisturum í ÍR-PLS.

Báðir leikirnir voru frábær skemmtun en Lærlingar leiddu 8,5-5,5 eftir fyrri leikinn. PLS menn byrjuðu seinni leikinn á sterkum 3-1 sigri en Lærlingar komu grimmir til baka og unnu 4-0 í leik 2. Eftir það þurftu þeir bara 1 stig í viðbót en þeir gerðu gott betur og unnu lokaleikinn 3-1 og samtals 10-4 í leik gærkvöldsins. Samtals 18,5 – 9,5.

Í hinum undanúrslitaleiknum mættu KFR-Stormsveitin deildarmeisturum ÍR-KLS og reyndust KLS menn of erfiðir fyrir Stormsveitina. KLS unnu fyrri leikinn 13-1 og þurftu því bara 1,5 stig í seinni leiknum en þeir tóku 2 stig í fyrsta leik og kláruðu einvígið.

Á sama tíma fór fram umspil um sæti í 1.deild kvenna en þar mættust KFR-Valkyrjur Z og KFR-Elding. Fóru leikar þannig að Valkyrjur Z unnu nokkuð örugglega og halda sæti sínu í 1.deild kvenna.

Úrslitin í bæði karla- og kvennadeildinni hefjast á sunnudaginn klukkan 19 og mælum við með því að fólk mæti og styðji sitt fólk. Kvennamegin mætast núverandi Íslandsmeistarar KFR-Valkyrjur og ÍR-TT en karlamegin eru það KFR-Lærlingar og ÍR-KLS.

laerlingar

Andlátsfregn †

Árni Gíslason liðsstjóri KFR-Lærlinga varð bráðkvaddur í gær, laugardaginn 29. apríl í Keiluhöllinni í Egilsöll.

Keilufélag Reykjavíkur sendir ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur.

Blessuð sé minning hans.

Arni-Gisla

Arnar Davíð komin heim

KFR-Lærlingar hafa fengið góðan liðsstyrk eftir að landsliðsmaðurinn Arnar Davíð Jónsson sem hefur verði búsettur í Noregi ákvað að flytja heim heim til Íslands. Arnar kom til landsins í gær og mætti beint í Keiluhöllina til að spila með Lærlingum sem áttu útileik á móti KR-E. Lærlingar unnu leikinn 9-5 en Arnar spilaði alla 3 leikina og endaði með 721 seríu.

Arnar Davíð mun koma inn í þjálfarateymi KFR fyrir næsta tímabil en undanfarið hafa þeir Skúli Freyr og Aron Fannar séð um þjáflun félagsins með frábærum árangri.

Framundan er úrslitakeppni í 1. deild karla og kvenna og þar spila 3 lið frá KFR, hjá körlunum eru það Lærlingar og Stormsveitin en Valkyrjur hjá konunum.

laerlingar

Mynd: KFR-Lærlingar – Arnar Davíð Jónsson, Skúli Freyr Sigurðsson, Guðlaugur Valgeirsson og Freyr Bragason