Category: Deildir KLÍ

Úrslit sunnudags og mánudags.

Nokkrum leikjum þessarar viku er lokið.

Í gær áttust við KFR Elding og Þórynjur frá Akureyri. Elding vann þann leik 13 – 7 þar sem Anna Kristín spilaði best 456.

Á sama tíma spilaði KFR Döff við Þór Víkinga frá Akureyri og lágu Döff menn 5 – 15. Bestur hjá Döff var Arnold með 374.

Í dag spilaði svo KFR JP Kast við ÍR Nas í Öskjuhlíð en þetta var heimaleikur ÍR Nas. Leikurinn endaði með sigri JP Kast, 4 – 16 og hæstur var Konráð Ólafs með 541.

KFR Múrbrjótur tók á móti ÍR Naddóð og endaði sá leikur með jafntefli, 10 – 10. Bestur var Jóel Eiður með 521.

KFR Döff lék útileik á móti ÍR Keila.is og töpuðu 18 – 2. Ekki hafa borist upplýsingar um skor.

Þá lék KFR Elding frestaðan útileik á móti ÍA á Akranesi.  Endaði leikurinn með 15 – 5 sigri ÍA. Best hjá Eldingu var Anna Kristín með 435.

2014-10-05 16.48.15

Leikir KFR liða í vikunni.

Sunnudagur 5. október 2014
2. deild kvenna – 5. umferð
15:30, Keiluhöllin Öskjuhlíð
 Br. 7 – 8 KFR-Elding ÞÓR-Þórynjur
                  3. deild karla – 3. umferð
                  15:30, Keiluhöllin Öskjuhlíð
 Br. 3 – 4 KFR-Döff ÞÓR-Víkingur
Mánudagurinn 6. október 2014
2. deild karla – 2. umferð
19:00, Keiluhöllin Öskjuhlíð
 Br. 5 – 6 ÍR-NAS KFR-JP Kast
3. deild karla – 2. umferð
19:00, Keiluhöllin Öskjuhlíð
 Br. 11 – 12 KFR-Múrbrjótur ÍR-Naddóður
 Br. 13 – 14 ÍR-Keila.is KFR-Döff
                 2. deild kvenna – 2. umferð
                 19:00, Keilusalurinn Akranesi
 Br. 2 – 3 ÍA KFR- Elding
Þriðjudagurinn 7. október 2014
1. deild kvenna – 3. umferð
19:00, Keiluhöllin Öskjuhlíð
 Br. 15 – 16 KFR-Afturgöngurnar KFR-Skutlurnar
1. deild kvenna – 3. umferð
19:00, Keiluhöllin Egilshöll
 Br. 21 – 22 KFR-Valkyrjur ÍR-Buff
                  2. deild kvenna – 3. umferð
                  19:00, Keiluhöllin Öskjuhlíð
 Br. 13 – 14 ÍR-SK KFR-Elding
1. deild karla – 2. umferð
19:00, Keiluhöllin Egilshöll
 Br. 17 – 18 KFR-Lærlingar KFR-Stormsveitin

x

 

Úrslit úr deildunum í kvöld

Okkar lið voru að spila á fullu í deildunum í kvöld. Hér eru úrslit kvöldsins:

1. deild karla  Stormsveitin – KR C  9 – 8
1. deild karla  KR A – Lærlingar  5 – 12
1. deild kvenna ÍR TT – Afturgöngur  10 – 10
1. deild kvenna ÍR Buff – Skutlurnar  18 – 2
1. deild kvenna ÍR BK – Valkyrjur  8 – 12

Í gær voru nokkur lið í eldlínunni og hér eru úrslit úr þeirra leikjum:

2. deild karla  ÍR T – Þrestir  7 – 13
3. deild karla  ÍR Fagmaður – Múrbrjótur  7 – 13
3. deild karla  Döff – ÍA B  2 – 18

Í 1. deild karla eru 17 stig í pottinum þar sem þar leika 3 leikmenn í liði. Í öðrum deildum karla og kvenna eru 20 stig í pottinum.  Nánari úrslit og stöðu í deildunum má sjá á heimasíðu KLÍ.

2014-09-30 20.48.04
Leikur Stormsveitarinnar var í beinni í kvöld.

Dómaraskylda liða

Búið er að raða niður dómgæslu vetrarins. Hvert lið þarf að taka 5 – 6 skipti yfir veturinn.

Dómarar eiga ekki að vera starfsmenn þeirra sem eru að spila, þ.e. eiga ekki að sjá um að leiðrétta skor, láta stilla upp o.sv.fr. Hlutverk þeirra er að sjá til þess að leikir og hegðun leikmanna fari eftir settum reglum. Dómari þarf að geta gripið inn í leiki sé þess þörf. Fyrirliðar liða sjá enn um framkvæmd leiks en geta leitað til dómara komi upp vafamál. Dómari skal skila inn skýrslu að kvöldi loknu.
domari

Þrestir lágu á Akureyri

Þrestir léku sinn fyrsta leik á þessu tímabili þegar þeir brunuðu norður og léku við Þór.
Þrestir þurftu að leika 3 í dag þar sem einn leikmaður veiktist í nótt og gat því ekki farið með. Þetta hafði sitt að segja og þrátt fyrir fína byrjun, fyrsti leikur fór 3 – 3, þá töpuðu okkar menn 16 – 4.
Þrestir leika svo strax aftur á morgun þegar þeir mæta ÍR T í Öskjuhlíð kl. 19:00.

Jökull Byron 1
Jökull spilaði ágætlega í dag.

Deildir þessa vikuna.

Eins og í hverri viku er nóg að gera hjá okkar liðum í næstu viku. Gamanið byrjar í dag en þá fara Þrestir á Akureyri og keppa við Þór.

Leik ÍA og KFR Elding sem vera átti í dag á Akranesi hefur verið frestað um einn dag og verður mándudag kl. 19:00    Hér er yfirlit yfir leiki vikunnar:

 

2. deild karla – 2. umferð
28. sept 13:00, Keilan Akureyri
 Br. 5 – 6 Þór KFR-Þröstur
2. deild karla – 1. umferð
29. sept 19:00, Keiluhöllin Öskjuhlíð
 Br. 1 – 2 KFR-Þröstur ÍR-T
3. deild karla – 1. umferð
29. sept 19:00, Keiluhöllin Öskjuhlíð
 Br. 9 – 10 KFR-Döff ÍA-B
3. deild karla – 1. umferð
29. sept 19:00, Keiluhöllin Egilshöll
 Br. 19 – 20 ÍR Fagmaður KFR Múrbrjótur

 

1. deild kvenna – 2. umferð
30. sept 19:00, Keiluhöllin Öskjuhlíð
 Br. 7 – 8 ÍR-BK KFR-Valkyrjur

 

1. deild kvenna – 2. umferð
30. sept 19:00, Keiluhöllin Egilshöll
 Br. 15 – 16 ÍR-TT KFR-Afturgöngurnar
 Br. 17 – 18 ÍR-Buff KFR-Skutlurnar

 

1. deild karla – 1. umferð

30. sept 19:00, Keiluhöllin Öskjuhlíð
 Br. 1 – 2 KR A KFR Lærlingar
1. deild karla – 1. umferð
30. sept 19:00, Keiluhöllin Egilshöll
 Br. 19 – 20 KFR-Stormsveitin KR-C

.

 

Leikið í 1. deild kvenna í kvöld.

Keppni hefst í 1. deild kvenna í kvöld. Okkar lið verða á fullu en hér eru KFR leikir kvöldsins:

19:00, Keiluhöllin Öskjuhlíð 1. deild kvenna
 Br. 1 – 2 KFR-Skutlurnar ÍR-BK
 Br. 3 – 4 KFR-Afturgöngurnar ÍR-Buff
19:00, Keiluhöllin Egilshöll 1. deild kvenna
 Br. 19 – 20 KFR-Valkyrjur ÍR-TT
19:00, Keiluhöllin Öskjuhlíð 2. deild kvenna
 Br. 7 – 8 KFR-Elding ÍR-N
Valkyrjur spila í Öskjuhlíð í kvöld.
Valkyrjur spila í Egilshöll í kvöld.