Category: Félagsstörf

12 lið hjá KFR í vetur.

Á komandi tímabili munu 12 lið keppa fyrir hönd KFR á Íslandsmótinu.

Kvennalið:  Afturgöngur, Elding, Skutlurnar, Valkyrjur X og Valkyrjur Z.

Karlalið:  Döff, Folarnir, Grænu töffararnir, JP-Kast, Lærlingar, Stormsveitin og Þröstur.

Afturgöngur
Afturgöngur verða á sínum stað í vetur.

 

Nýtt tímabil hinu megin við hornið.

Nú fer að líða að því að nýtt tímabil hefjist í keilunni. Eins og áður hefur komið fram þá var gerð sú breyting á síðasta þingi KLÍ að nú er spilað í þriggja manna liðum í deildinni. Þetta hefur haft í för með sér að liðum í KFR hefur fjölgað úr 10 í 12 sem er ánægjulegt.
Undirbúningur fyrir tímabilið er að fara af stað bæði hjá stjórn og einnig hjá liðunum og einstaklingunum. Eitt stærsta málið í haust verður afmælishátið KFR en félagið er 30 ára á þessu ári. Valinkunnur hópur fólks hefur tekið að sér að skipuleggja afmælishátíðina og verður hún auglýst nánar síðar.
Keiluhöllin hefur auglýst nýtt fyrirkomulag varðandi æfingakortin og lítur það vel út. Eins hefur heyrst að einhverjar nýjungar verði í boði varðandi þau. Stjórn KFR mun á næsta fundi taka ákvörðun um með hvaða hætti félagið mun koma að þessum kortum. Nánar um æfingakortin hér.  http://www.kli.is/frettir/2549
Á vegum KLÍ er í gangi nefnd sem er að skoða reglugerðir sambandsins. Þar er m.a. verið að skoða fyrirkomulag í deildarkeppni kvenna og eins fyrirkomulag bikarkeppninnar. Nefndin á að skila af sér niðurstöðum til stjórnar KLÍ á næstu dögum og mun stjórn KLÍ í framhaldinu leggja þær breytingar sem fyrirhugaðar eru fyrir formannafund.

Það er ljóst að framundan er skemmtilegt tímabil en eins og alltaf er það í höndum okkar keilaranna að tryggja að svo verði. Vonandi leggjumst við öll á eitt með að tryggja það.

kfr_logo

KFR 30 ára – afmælisnefnd

Keilufélag Reykjavíkur verður 30 ára á þessu ári. Áætlað er að halda veglega afmælisveislu í haust.  Gústaf Smári Björnsson mun fara fyrir nefnd sem skipuleggja mun herlegheitin.  Þeir sem hafa áhuga á að starfa með stjórn félagsins og Gústa að þessu málefni er bent á að hafa samband við Ásgrím formann í síma 660-5367 eða með tölvupósti sirryaki@gmail.com.
Nauðsynlegt er að fá sem flesta til að aðstoða við þetta og við hvetjum ykkur félagsmenn til þess að bjóða fram krafta ykkar því eftir því sem fleiri koma að málinu þá verður þetta auðveldara fyrir alla.  Koma svo, búum til frábæra afmælishátíð og fögnum afmælinu saman.

kfr_logo

Aðalfundi KFR lokið

Aðalfundur KFR fór fram í gærkvöldi.

Á fundinum var kjörin ný stjórn en kjósa þurfti tvo aðalmenn í stjórn og tvo varamenn. Ný inn í stjórn kom Þórunn Stefanía Jónsdóttir en hún hafði verið varamaður áður. Unnur Vilhjálmsdóttir gaf kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og var kjörin til tveggja ára. Úr stjórn gekk Viktor Davíð Sigurðsson.
Guðjón Júlíusson og Hafdís Pála Jónasdóttir voru kjörin varamenn í stjórn.
Ný stjórn er því þannig skipuð:

Ásgrímur Helgi Einarsson formaður
Unnur Vilhjálmsdóttir
Þórunn S. Jónsdóttir
Guðlaugur Valgeirsson
Svanhildur Ólafsdóttir

Varamenn:
Guðjón Júlíusson
Hafdís Pála Jónasdóttir

Stjórn mun skipta með sér verkum á fyrsta fundi.

Þórir Ingvarsson sem var varamaður í stjórn og er fyrrum formaður félagsins gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Hann er staddur erlendis og var því ekki á fundinum. Á fundinum voru honum þökkuð frábær störf fyrir félagið og tilkynnt að hann yrði gerður að heiðursfélaga KFR. Gengið verður frá því á 30 ára afmæli félagsins í haust.

Ýmis mál voru rædd fram og til baka á fundinum, m.a. fyrirkomulag deilda hjá KLÍ, afmæli félagsins og skipulagning, innheimta félagsgjalda, aðstöðumál ofl ofl.

Að lokum var tilkynnt um val á keilurum ársins hjá KFR fyrir árið 2014. Fyrir valinu urðu Arnar Davíð Jónsson og Hafdís Pála Jónasdóttir en þau bæði stóðu sig frábærlega á síðasta ári og eru vel komin að þessu vali.

Ásgrímur formaður og Hafdís Pála kvenn keilari ársins 2014
Ásgrímur formaður og Hafdís Pála kvenn keilari ársins 2014

Hjóna- og paramóti KFR lokið

Um daginn var síðasta umferð í Hjóna- og paramóti KFR leikin í Egilshöll.
Mótið hefur gengið vel í vetur og þáttaka verið ágæt en 18 pör tóku þátt í mótum vetrarins.

Lokamótið sigruðu Hafdís Pála Jónasdóttir og Guðlaugur Valgeirsson án forgjafar en Bára Ágústsdóttir og Þórarinn Þorbjörnsson með forgjöf.

Fjögur efstu pör vetrarins léku svo til úrslita:

Berglind Scheving og Sigurbjörn Vilhjálmsson
Natalía G. Jónasdóttir og Skúli F. Sigurðsson
Anna S. Magnúsdóttir og Atli Kárason
Guðbjörg Lind Valdimarsdóttir og Kristján Þórðarson

Úrslitakeppnin var æsispennandi en það voru Natalía og Skúli sem stóðu uppi sem sigurvegarar og óskum við þeim hjartanlega til hamingju með sigurinn.

Skúli og Natalía
Skúli og Natalía

Hjóna- og paramót KFR – lokamót fært

Lokaumferð og úrslit í Hjóna- og paramóti KFR sem vera átti 1. mars, verður leikinn 8. mars í Egilshöll. Lokaumferðin hefst kl. 18 og strax á eftir verða leikin úrslit.
Ástæða þess að leikið verður í Egilshöll er að þann 1. mars lokar Keiluhöllin Öskjuhlíð fyrir fullt og allt.

Mótið hefur gengið vel í vetur og hér að neðan má sjá stöðuna fyrir síðustu umferðina. Leika þarf 3 umferðir yfir veturinn til að eiga möguleika á sæti í úrslitum en ef fleiri umferðir eru leiknar þá gilda 3 bestu.

Smelltu hér Hjonamot_14-15 til að sjá stöðuna.

3 umferð verðlaun
Verðlaunahafar úr 3. umferð.

 

Afmælis- og kveðjumót tókst frábærlega

Á laugardag var haldið afmælis- og kveðjumót Öskjuhlíðar – Elítumót. Mótið var haldið í tilefni þess að 30 ár eru síðan Keiluhöllin í Öskjuhlíð opnaði og einnig af því að nú stendur til að loka salnum 1. mars nk.
Mikil stemning var í mótinu og skemmtu menn og konur sér vel.  Farið var í ýmsa “keiluleiki” undir styrkri stjórn Halldórs Ragnars og að móti loknu var hátíðarkvöldverður á Rúbin.  Mótið tóks frábærlega og það er alveg ljóst að KFR mun halda fleiri svona mót á komandi mánuðum.
Stjórn KFR þakkar öllum sem mættu og einnig þeim sem aðstoðuðu við mótið og þá sérstaklega Halldóri Ragnari og eigendum Keiluhallarinnar.
Hér að neðan eru nokkrar myndir frá mótinu.

. 2015-02-14 17.14.01 2015-02-14 18.57.42 10962008_10204885585196058_145837472_n 11006069_10204885584716046_377030423_n 2015-02-14 18.54.33  2015-02-14 19.00.10 2015-02-14 19.02.11