Category: Mót

Jólamót Nettó

Jólamót Nettó verður haldið þriðjudaginn 26.desember klukkan 12:00.
Spilað verða 3 leikir en verð í mótið er 3.500 kr.

netto-logo-epli-bl-bakgrMótið skiptist í 4 flokka:
Stjörnuflokkur: 185+
1. flokkur: 170-184
2. flokkur: 150-169
3. flokkur: 0-149

Veitt verða verðlaun fyrir efstu 3 sæti í hverjum flokk:
1. sæti: 15.000 kr gjafabréf frá Nettó
2. sæti: 10.000 kr gjafabréf frá Nettó
3. sæti: 5.000 kr gjafabréf frá Nettó

Olíuburður verður 2007 EBT 14 – 1st Ankara Open – 37 fet
Nánar hér: http://patternlibrary.kegel.net/PatternLibraryPattern.aspx?ID=545

Skráning verður á staðnum.

 

Bikarkeppni liða – Úrslit

Laugardaginn 8. apríl fara fram úrslit í Bikarkeppni liða í Keiluhöllinni í Egilshöll.

Keilufélag Reykjavíkur á annað liðið í kvennaflokkinum og bæði lið í karlaflokki.

Í kvennaflokki eru það KFR Afturgöngur sem mæta ÍR BK og í karlaflokki eru það KFR Grænu töffararnir sem mæta KFR Lærlingum.

Þess má geta að mjög litlu munaðai að öll liðin kæmu frá KFR en ÍR BK sló KFR Valkyrjur út í bráðabana í 4 liða úrslitunum í kvennaflokki.

Leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV og eru tímasetningar eftirfarandi:
9:45  Upphitun hefst hjá körlum
9:55  Leikur 1 hjá körlum
10:30  Leikur 2 hjá körlum, útsending hefst á RÚV
11:00  Upphitun hefst hjá konum
11:10  Leikur 3 hjá körlum og leikur 1 hjá konum – Sýnt frá karlaleik þar til hann er búinn og þá sýnt frá kvennaleik.
13:00  Útsendingu lýkur á RÚV og útsending flutt á RÚV2 ef leikir og verðlaunaafhending er ekki búin.
Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta og hvetja sitt lið.
ÁFRAM KFR
ruv

Bikarkeppni Liða – 32ja liða úrslit

Þann 30. október kláruðust 32ja liða úrslit í bikarkeppni liða. Þar mættust KFR-Grænu Töffararnir sem spila í 2. deild og ÍR-PLS sem spila í 1. deild í spennandi viðureign. Grænu töffararnir sigruðu að lokum í bráðabana með 28 pinnum á móti 25 frá PLS.

16 liða úrslit fara fram 5. desember hjá körlunum en þar á KFR samtals 5 lið.
Þar sem færri lið eru skráð í bikarkeppni kvenna megin fara öll okkar lið þar beint inn í 8 liða úrslit. Þau verða leikin 21. febrúar.

Hvetjum við alla félagsmenn til þess að mæta og styðja okkar lið.

kfr_graenutoffarar

Dagný Edda og Gústaf Smári eru Stórmeistarar KFR 2015-2016

Í dag fór fram Meistaramót KFR 2015-2016. Alls mættu 26 keppendur til leiks, 13 konur og 13 karlar.

Í úrslitum um stórmeistaratitilinn léku í kvennaflokki Dagný Edda Þórisdóttir og Katrín Fjóla Bragadóttir en í karlaflokki Guðjón Júlíusson og Gústaf Smári Björnsson. Hjá konunum vann Dagný fyrsta leikinn 207 á móti 170 hjá Katrínu og léku þær ekki meira þar sem Katrín gaf frá sér næsta leik v/meiðsla og þar með vann Dagný úrslitin. Hjá körlunum sigraði Gústaf fyrsta leikinn 207 á móti 204 hjá Guðjóni – annan leikinn sigraði Guðjón 202 á móti 153 hjá Gústaf og staðan því 1-1 hjá þeim og léku þeir því þriðja leikinn sem var æsispennandi fram í síðasta kast en Gústaf sigraði hann 232 á móti 226 hjá Guðjóni.

Dagny-og-Gusti

Staðan eftir forkeppni:

skor

Í forgjafar hluta mótsins léku til úrslita 4 efstu konurnar – Dagný, Katrín, Ragna Guðrún og Karen en hjá körlunum voru það Guðjón, Böðvar, Jóel og Gústaf. Í úrslitum eru gefin 20 stig í bónus fyrir sigur og 5 stig fyrir að spila 200 eða hærra.

konur-urslit

karlar-urslit

Lokaúrslit í forgjafar hluta:

Konur:

  1. sæti – Dagný (1318)
  2. sæti – Ragna Guðrún (1247)
  3. sæti – Karen (1178)
  4. sæti – Katrín (1158)

Karlar:

  1. sæti – Jóel (1296)
  2. sæti – Böðvar (1281)
  3. sæti – Gústaf (1224)
  4. sæti – Guðjón (1198)

Stjórn KFR þakkar félagsmönnum fyrir þáttökuna og óskar skigurvegurum til hamingju.

 

 

Elítumót KFR 2016

Á fimmtudag fór fram Elítumót KFR. Elítumótið er að verða eitt vinsælasta og skemmtilegasta mót ársins og gaman er að sjá marga fyrrverandi keilara á öllum aldri mæta í mótið.  Mótið tókst einstaklega vel þetta árið, mikil stemning var húsinu en auk mótsins var verið að sýna frá leik Liverpool og Manchester United og því fullt út úr dyrum.

Úrslit úr mótinu má sjá hérna og hér fyrir  neðan myndir.  KFR þakkar Keiluhöllinni kærlega fyrir aðstoðina við framkvæmd mótsins.

 

2016-03-10 21.28.11
2016-03-10 20.45.39
2016-03-10 20.46.39-2
2016-03-10 20.45.13
2016-03-10 21.29.27
2016-03-10 20.46.07
2016-03-10 21.24.45
2016-03-10 21.30.14
2016-03-10 20.45.31
2016-03-10 20.44.23
2016-03-10 21.22.55
2016-03-10 20.45.28
2016-03-10 20.44.54
2016-03-10 21.26.48
12803223_10154169362033814_5707760441196685227_n
2016-03-10 21.24.20
2016-03-10 20.45.29
2016-03-10 21.28.33
2016-03-10 21.25.23
Myndir frá Elítumóti KFR 2016
Myndir frá Elítumóti KFR 2016

 

 

Tvöfalt hjá KFR

Hafdís Pála Jónasdóttir og Arnar Davíð Jónsson urðu Íslandsmeistarar einstaklinga í gærkvöldi.

Hafdís, sem á dögunum varð fyrsta íslenska konan til að spila 300, átti frábært mót og leiddi það nær allan tímann. Hún mætti Lindu Hrönn Magnúsdóttur úr ÍR í úrslitum og sigraði hana í tveimur leikjum. Í þriðja sæti varð svo Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR. Alls áttum við KFR-ingar 4 konur í 8 manna úrslitum en auk Hafdísar og Dagnýar voru það Ragnheiður Þorgilsdóttir Íslandsmeistari 2015 sem endaði 4. sæti og Katrín Fjóla Bragadóttir sem endaði í 7. sæti.  Frábær árangur hjá konunum okkar.

Í karlaflokki var sama upp á teningnum og i kvennaflokknum. Arnar Davíð leiddi mótið nær allan tímann og í raun má segja að engin hafi komist með tærnar þar sem hann hafði hælana.  Arnar spilaði frábærlega og sigraði Stefán Claesen ÍR í úrslitum, 2 – 0. Fyrri leikurinn í úrslitunum var æsispennandi, hann enaði 214 – 214 og þurfti því að grípa til bráðabana þar sem Arnar náði fellu en Stefán 9 keilum.  Eins og í kvennaflokki þá átti KFR fjóra af átta sem spiluðu í úrslitum og eins og í kvennaflokki þá enduðu okkar keppendur í sætum 1, 3, 4 og 7. Freyr Bragason endaði í 3. sæti, Steinþór Jóhannsson í 4. sæti og Björn Birgisson í því sjöunda. Glæsilegur árangur.

Eins og áður er sagt þá er þessi árangur frábær og erum við KFR-ingar mikið stollt af okkar fólki. Eitt nafn verður þó aðeins útundan í allri umræðunni og það er nafn Theódóru yfirþjálfara KFR. Hún hefur unnið mikið með bæði Arnar Davíð og Hafdísi,  með Arnari áður en hann flutti til Noregs og eitthvað eftir það og svo með Hafdísi alveg frá því að hún byrjaði í keilu.  Dóra hefur unnið frábært starf og á mikinn þátt í þessum árangri.

Við óskum öllu okkar fólki til hamingju með árangurinn og þá sérstaklega þeim þremur, Hafdísi, Arnari Davíð og Theódóru.

 

Arnar Davíð og Hafdís Pála
Arnar Davíð og Hafdís Pála
Arnar Davíð og Hafdís ásamt Theódóru yfirþjálfara KFR
Arnar Davíð og Hafdís ásamt Theódóru yfirþjálfara KFR
Dagný Edda, Hafdís Pála og Linda Hrönn
Dagný Edda, Hafdís Pála og Linda Hrönn
Arnar Davíð Jónsson
Arnar Davíð Jónsson

Hafdís fyrsta konan með 300

Hafdís Pála Jónasdóttir úr KFR spilaði fullkomin leik, 300 stig, í dag og setti um leið Íslandsmet í einum leik því hún er fyrsta íslenska konan til að ná þessum áfanga.
Hafdís spilaði leikinn í forkeppni Íslandsmótsins í Egilshöll en hún leiðir mótið eftir tvo fyrstu keppnisdagana.
Frábær árangur hjá Hafdísi og óskum henni hjartanlega til hamingju.

Hafdís Pála, fyrsta konan til að spila 300
Hafdís Pála, fyrsta konan til að spila 300