Category: Mót

Arnar Davíð og Jón Ingi að gera góða hluti í á Evróputúrnum

Fyrsta mótið á Evróputúrnum fór fram í Stokhólmi í Svíþjóð og kláraðist það núna um helgina. Arnar Davíð og Jón Ingi, báðir í KFR, komust í úrslit og endaði Arnar Davíð í 25.sæti aðeins 29 pinnum frá niðurskurðinum en Jón Ingi var aðeins 3 sætum neðar í 28.sæti 50 pinnum frá niðurskurðinum!  Þetta er frábær árangur á þessu fyrna sterka móti. Arnar Davíð hefur verið að gera góða hluti á Evróputúrnum síðan í Odense síðastliðið haust, en hann vann það mót og varð þar með fyrsti íslendingurinn til að vinna mót á Evróputúrnum. Síðan varð Arnar Davíð í 3. sæti á Opna Norska mótinu.

Hérna er staðan á Evróputúrnum 2019
Hérna má skoða úrslitin í mótum Evróputúrsins 2018

ADogJIRb
Jón Ingi og Arnar Davíð báðir með 24 stig á Evróputúrnum

2018EBT09ArnarDavidJonsson2Slider_edited

Arnar Davíð með verðlaunin í Odense mótinu

2018EBT12Top3GoranGlendertSliderb

Arnar Davíð á palli í Opna Norska mótinu

Kampavínsmót Toppveitinga og KFR

Hið árlega Kampavínsmót KFR var haldið á gamlársdag og var góð þátttaka að venju. Skúli Freyr vann mótið með 739 seríu og fékk hann að launum fullt fang að vinningum. Í 1. flokki var síðan Aron Fannar með nánast jafngóða seríu 735, í öðrum flokki vann síðan Eiríkur Garðar með 620 seríu og í 3. flokki vann Ágústa Kristín með 534 í seríu. Gústaf Smári var með hæsta leikinn í mótinu 258. Hér að neðan má sjá stöðuna ásamt myndum af sigurvegurunum.

kampavinsmot0flokkur kampavinsmot1flokkur kampavinsmot2flokkur kampavinsmot3flokkur Kampavinsmot2018

Jólamót Nettó og KFR 2018

Jólamót Nettó og KFR fór fram annan í jólum og var mikil þátttaka að vanda. Spilaðir voru tveir 300 leikir í mótinu og voru þar á ferð þeir Gústaf Smári og Skúli. Gústaf Smári vann mótið með glæsilegri 736 seríu.  Guðmundur S. vann svo 1. flokk með 722 seríu, Herdís vann 2. flokk með 588 seríu og Ágústa vann svo 3. flokk með 499 seríu.  Ekki náðist að fá gjafabréfin afhent fyrir mótið og er verið að vinna í því þessa dagana og viljum við því biðja vinningshafa að vera þolinmóða í nokkra daga í viðbót, en að vanda voru einstaklega flottir vinningar í mótinu.
jolamot0flokkur jolamot1flokkur jolamot2flokkur jolamot3flokkur jolamot2018 stadan

Hérna eru myndböndin af 300 leikjunum:

Gústi

Skúli

Kampavínsmót 2018-2019

Kampavinsmot-2018-2019

Mótið er öllum opið en áfengi verður ekki afhent einstaklingum undir 20 ára, forraðamenn geta fengið það afhent.

Fjöldi glæsilegra útdráttarvinninga

4x áskrift af Stöð 2 Sport

3xGjafabréf í 55mín keilu í Keiluhöllinni

3xGjafabréf á Pizzu og Shake á Shake&Pizza

3xGjafabréf á Pizzu á Shake&Pizza

Og hver veit nema fleiri flottir vinningar bætist við!

Smelltu hér til að skrá þig og tryggja þér pláss í einu skemmtilegasta móti ársins.

toppveitingar

Jólamót KFR 2018

Jólamót KFR verður haldið þriðjudaginn 26.desember klukkan 12:00.
Spilað verða 3 leikir en verð í mótið er 3.500 kr.

netto-logo-epli-bl-bakgrMótið skiptist í 4 flokka:
Stjörnuflokkur: 185+
1. flokkur: 170-184
2. flokkur: 150-169
3. flokkur: 0-149

Nettó veitir verðlaun fyrir efstu 3 sæti í hverjum flokk.

Olíuburður verður High Street
Nánar hér: http://patternlibrary.kegel.net/PatternLibraryPattern.aspx?ID=603

Skráning verður á staðnum.

Jólamót Nettó

Jólamót Nettó verður haldið þriðjudaginn 26.desember klukkan 12:00.
Spilað verða 3 leikir en verð í mótið er 3.500 kr.

netto-logo-epli-bl-bakgrMótið skiptist í 4 flokka:
Stjörnuflokkur: 185+
1. flokkur: 170-184
2. flokkur: 150-169
3. flokkur: 0-149

Veitt verða verðlaun fyrir efstu 3 sæti í hverjum flokk:
1. sæti: 15.000 kr gjafabréf frá Nettó
2. sæti: 10.000 kr gjafabréf frá Nettó
3. sæti: 5.000 kr gjafabréf frá Nettó

Olíuburður verður 2007 EBT 14 – 1st Ankara Open – 37 fet
Nánar hér: http://patternlibrary.kegel.net/PatternLibraryPattern.aspx?ID=545

Skráning verður á staðnum.

 

Bikarkeppni liða – Úrslit

Laugardaginn 8. apríl fara fram úrslit í Bikarkeppni liða í Keiluhöllinni í Egilshöll.

Keilufélag Reykjavíkur á annað liðið í kvennaflokkinum og bæði lið í karlaflokki.

Í kvennaflokki eru það KFR Afturgöngur sem mæta ÍR BK og í karlaflokki eru það KFR Grænu töffararnir sem mæta KFR Lærlingum.

Þess má geta að mjög litlu munaðai að öll liðin kæmu frá KFR en ÍR BK sló KFR Valkyrjur út í bráðabana í 4 liða úrslitunum í kvennaflokki.

Leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV og eru tímasetningar eftirfarandi:
9:45  Upphitun hefst hjá körlum
9:55  Leikur 1 hjá körlum
10:30  Leikur 2 hjá körlum, útsending hefst á RÚV
11:00  Upphitun hefst hjá konum
11:10  Leikur 3 hjá körlum og leikur 1 hjá konum – Sýnt frá karlaleik þar til hann er búinn og þá sýnt frá kvennaleik.
13:00  Útsendingu lýkur á RÚV og útsending flutt á RÚV2 ef leikir og verðlaunaafhending er ekki búin.
Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta og hvetja sitt lið.
ÁFRAM KFR
ruv

Bikarkeppni Liða – 32ja liða úrslit

Þann 30. október kláruðust 32ja liða úrslit í bikarkeppni liða. Þar mættust KFR-Grænu Töffararnir sem spila í 2. deild og ÍR-PLS sem spila í 1. deild í spennandi viðureign. Grænu töffararnir sigruðu að lokum í bráðabana með 28 pinnum á móti 25 frá PLS.

16 liða úrslit fara fram 5. desember hjá körlunum en þar á KFR samtals 5 lið.
Þar sem færri lið eru skráð í bikarkeppni kvenna megin fara öll okkar lið þar beint inn í 8 liða úrslit. Þau verða leikin 21. febrúar.

Hvetjum við alla félagsmenn til þess að mæta og styðja okkar lið.

kfr_graenutoffarar

Dagný Edda og Gústaf Smári eru Stórmeistarar KFR 2015-2016

Í dag fór fram Meistaramót KFR 2015-2016. Alls mættu 26 keppendur til leiks, 13 konur og 13 karlar.

Í úrslitum um stórmeistaratitilinn léku í kvennaflokki Dagný Edda Þórisdóttir og Katrín Fjóla Bragadóttir en í karlaflokki Guðjón Júlíusson og Gústaf Smári Björnsson. Hjá konunum vann Dagný fyrsta leikinn 207 á móti 170 hjá Katrínu og léku þær ekki meira þar sem Katrín gaf frá sér næsta leik v/meiðsla og þar með vann Dagný úrslitin. Hjá körlunum sigraði Gústaf fyrsta leikinn 207 á móti 204 hjá Guðjóni – annan leikinn sigraði Guðjón 202 á móti 153 hjá Gústaf og staðan því 1-1 hjá þeim og léku þeir því þriðja leikinn sem var æsispennandi fram í síðasta kast en Gústaf sigraði hann 232 á móti 226 hjá Guðjóni.

Dagny-og-Gusti

Staðan eftir forkeppni:

skor

Í forgjafar hluta mótsins léku til úrslita 4 efstu konurnar – Dagný, Katrín, Ragna Guðrún og Karen en hjá körlunum voru það Guðjón, Böðvar, Jóel og Gústaf. Í úrslitum eru gefin 20 stig í bónus fyrir sigur og 5 stig fyrir að spila 200 eða hærra.

konur-urslit

karlar-urslit

Lokaúrslit í forgjafar hluta:

Konur:

  1. sæti – Dagný (1318)
  2. sæti – Ragna Guðrún (1247)
  3. sæti – Karen (1178)
  4. sæti – Katrín (1158)

Karlar:

  1. sæti – Jóel (1296)
  2. sæti – Böðvar (1281)
  3. sæti – Gústaf (1224)
  4. sæti – Guðjón (1198)

Stjórn KFR þakkar félagsmönnum fyrir þáttökuna og óskar skigurvegurum til hamingju.