Category: Mót

Elítumót KFR

Elítumót KFR verður haldið 10. mars kl. 19 í Keiluhöllinni Egilshöll.   Þetta er í þriðja sinn sem mótið er haldið og alltaf er jafn gaman að smala saman keilurum sem eru hættir í sportinu í bland við þá sem enn eru að.

Mótið er C- mót. Spilaðir eru 3 leikir í aldursflokkum.  Ýmislegt verður gert til að létta stemninguna t.d. fellupottur og tilboð á barnum af mat og drykk . Aðalatriðið er þó að hitta gamla vini og kunningja og eiga saman skemmtilega kvöldstund.

Verð og olíuburður verður auglýst fljótlega en skráning fer fram á netinu, https://www.eventbrite.com/e/elitumot-kfr-tickets-21354081633

Mætum nú öll, þetta eru skemmtilegustu mótin!!!!!

 

Þetta er hópurinn sem mætti í síðasta Elítumót.
Þetta er hópurinn sem mætti í síðasta Elítumót.

 

Íslandsmetum rignir á RIG

Okkar fólk er að gera frábæra hluti á RIG. Í forkeppninni settu Dagný Edda og Steinþór bæði Íslandsmet í 6 leikjum.

Steini spilaði 1.545. Frábær árangur hjá honum en eldra met átti Hafþór Harðarson úr ÍR, þá sem félagsmaður KFR, en hann spilaði 1540  19. apríl 2007.

Dagný spilaði 1388 en hún á einnig Íslandsmetin í 2, 3 og 4 leikjum.  Dagný sló met Sigfríðar Sigurðardóttur KFR sem hún setti 23. mars 2003 í Keilu í Mjódd, 1385 stig.

Við óskum okkar fólki til hamingju með þennan frábæra árangur.

 

Steinþór Jóhannsson
Steinþór Jóhannsson
Dagný Edda Þórisdóttir
Dagný Edda Þórisdóttir

Góður árangur KFR-ingum á RIG

Þessa dagana stendur keilukeppni RIG, Reykjavík International Games, yfir.  Nú standa yfir 16 manna úrslit og þar eigum við 6 keppendur. Það eru Dagný Edda Þórisdóttir, Steinþór Jóhannsson, Björn Birgisson, Gústaf Smári Björnsson, Björn G. Sigurðsson og Freyr Bragason.

Við hvetjum alla til að kíkja við í Egilshöll í dag og hvetja okkar fólk áfram.

 

Myndir ertu teknar af Facebook síður Keiludeildar ÍR

o-FIREWORKS-ACCIDENTS-facebook

Áramót KFR – gleðilegt ár.

Síðasta mót ársins fór fram í Keiluhöllinni á gamlársdag. Það er löng hefð fyrir því að KFR haldi þar síðasta mót ársins. Ágætis þátttaka var í mótinu og skemmtu allir sér vel.

Úrslit úr mótinu má sjá hér og myndir frá mótinu hér að neðan.

Keilufélag Reykjavíkur óskar öllum gleðilegs árs og þakkar fyrir árið sem er að líða. Það er von okkar að komandi ár verði gæfuríkt fyrir alla og keilunni til framdráttar.

 

Góð þátttaka í Jólamóti Nettó og KFR

Jólamót Nettó og KFR fór að venju fram á annan dag jóla. Góð þátttaka var í mótinu og greinilegt að mannskapurinn var í góðu stuði eftir jólin.

Úrslit úr mótinu má sjá hér og myndir þeim sem lentu í þremur efstu sætum hvers flokks hér fyrir neðan. Við þökkum Nettó kærlega fyrir stuðninginn við mótið og eins Keiluhöllinni fyrir frábæra aðstoð við framkvæmd.

Jólamót 15 stjörnufl
Stjörnuflokkur – Hafþór, Arnar Davíð og Steinþór

 

Jólamót 15 A flokkur
A flokkur – Valgeir, Hafdís og Þórarinn.

 

B flokkur - Jóel, Sigfús og Ársæll
B flokkur – Jóel, Sigfús og Ársæll

 

C flokkur - Vilhjálmur, Bára og Guðjón
C flokkur – Vilhjálmur, Bára og Guðjón

Afmælishátið KFR

Dagana 29. – 31. október var haldið upp á 30 ára afmæli KFR.  Félagið fékk finnska þjálfaran Juha Maja til landsins og hélt hann námskeið í Keiluhöllinni fyrir félagsmenn KFR og einnig var námskeiðið opið fyrir félagsmenn hinna keilufélaganna líka. Þátttaka á námskeiðinu var ágætt en gaman hefði verið að sjá alla tíma sem í boði voru fulla.
Afmælismót KFR var svo haldið laugardaginn 31. október og tókst ágætlega. Það voru 42 sem tóku þátt í mótinu sem var forgjafarmót, keppt í karla- og kvennaflokki. Sigurvegarar urðu Ragna Guðrún Magnúsdóttir og Gústaf Smári Björnsson.
Um kvöldið var svo haldin afmælishátíð í Hlöðunni í Gufunesi. Þar bauð KFR félagsmönnum og öðrum gestum, ásamt mökum, til hátíðarkvöldverðar. Þar sæmdi formaður ÍBR, Ingvar Sverrisson,  Þórir Ingvarsson fyrrverandi formann KFR, gullmerki ÍBR, fyrstan keilara. Jafnframt færði Ingvar félaginu afmælisgjöf, 150.000, fyrir hönd ÍBR.   Einnig afhenti formaður KFR, Ásgrímur Helgi Einarsson, Þóri  gullmerki KFR en hann er fyrsti aðilinn sem er sæmdur merkinu.  Jafnframt voru 7 aðilar sæmdir silfurmerki félagsins en það voru þau Bjarni Sveinbjörnsson, Erla Ívarsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Ragna Matthíasdóttir, Sesselja Unnur Vilhjálmsdóttir og Valgeir Guðbjartsson.

Hér má sjá myndir sem teknar voru á afmælishátíðinni og af sigurvegurum afmælismótisns

Mikið í gangi þessa dagana.

Mikið er í gangi hjá KFR þessa dagana. Á morgun fimmtudag byrjar námskeið þar sem þjálfari er einn af fremstu þjálfurum heims, Juha Maja. Enn eru lausir tímar hjá honum og er áhugasömum bent á að tala við Ásgrím formann sirryaki@gmail.com eða Theódóru yfirþjálfara KFR keiludora@gmail.com

Á laugardagsmorgun kl. 9:00 er svo 30 ára afmælismót KFR. Keppt er með forgjöf í kvenna- og karlaflokki. Skráning í mótið fer fram á netinu, https://www.eventbrite.com/e/30-ara-afmlismot-kfr-tickets-18923688261

Á sunnudagskvöld kl. 19:00 er svo fyrsta umferð vetrarins í Hjóna- og paramóti KFR. Mótið hefur verið vel sótt undanfarin ár og búast má við góðri þátttöku í ár líka.

Nóg að gera og engin lognmolla í starfi félagsins.

kfr_logo