Mót Keilufélags Reykjavíkur

Minningamót KFR

Mótið er sett á sem minningarmót um látna keilara. Leiknir eru 4 leikir og er leikið í blönduðum flokki með forgjöf, 80% af mismun meðaltals og 200, þó forgjöfin sé neikvæð, en forgjöfin verður þó aldrei hærri en 64 pinnar.

Veitt eru peningaverðlaun og hljóta 5 efstu sætin verðlaun.

1. sæti kr. 25.000.-

2. sæti kr. 15.000.-

3. sæti kr. 10.000.-

4. sæti kr. 6.000.-

5. sæti kr. 4.000.-

Meistaramót KFR

Forkeppni 3 leikir. Leikið er með forgjöf, 80% af mismun meðaltals og 200, þó forgjöfin sé neikvæð, en forgjöfin verður þó aldrei hærri en 64 pinnar. Keppandi þarf að hafa meðaltal viðurkennt af KLÍ úr a.m.k. 18 leikjum, annars er forgjöfin engin. Fjórir efstu (konur og karlar) leika svo einfalda umferð í úrslitum. Tvær konur og tveir karlar sem eru hæstir án fogjafar að lokinni forkeppninni, leika svo um titlinn Stórmeistari K.F.R. Sá er fyrr vinnur tvo leiki hlýtur titilinn.

Jólamót KFR

Fer fram á annan í jólum og byrjar kl 12:00. Keppt er í fjórum flokkum og skipt í flokka eftir meðaltali. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokk.

Kampavínsmót KFR

Kampavínsmót er haldið á gamlársdag og hefst kl 11. Fyrirkomulag og flokkaskipting er sú sama og í jólamótinu.

Elítumót KFR

Elítumót KFR var haldið fyrst vorið 2014. Mótið er C mót þar sem áhersla er lögð á að ná til keilara sem hafa hætt í sportinu. Mótið er opið öllum og er keppt í aldursflokkum.