Lærlingar og Valkyrjur Meistarar Meistaranna

Síðastliðið Mánudagskvöld var háð hin árlega Meistarakeppni KLÍ þar sem Íslandsmeistararnir og bikarmeistararnir mætast.

Að þessu sinni átti KFR þrjú lið sem voru að spila. Í karlaflokki voru bikarmeistarar KFR-Lærlinga að spila við Íslandsmeistara ÍR-KLS og í kvennaflokki voru Íslandsmeistararnir KFR-Valkyrjur að spila við KFR-Afturgöngurnar.

Í karlaflokki sigruðu Lærlingar á endanum frekar örugglega en það var mjög jafnt eftir fyrstu 2 leikina þar sem munaði einungis 4 pinnum. En svona um miðjan þriðja leik fóru liðin að skiljast að en þá tóku Lærlingar vel framúr og enduðu að lokum um 100 pinnum yfir KLS. 1935 pinnar á móti 1834 pinnum KLS manna.

Bestur Lærlinga var Arnar Davíð Jónsson en hann spilað mjög jafna og góða keilu og endaði með 716. Guðlaugur Valgeirsson kom næstur með 674 og síðan gamla brýnið Freyr Braga með 545.

Kvennamegin voru Valkyrjur um 50 pinnum yfir í öllum leikjunum og unnu að lokum nokkuð þægilegan sigur með 1638 pinnum á móti 1477 pinnum. Valkyrjur voru nokkuð jafnar en þó var best Hafdís Pála Jónasdóttir sem spilaði 557, Dagný Edda Þórisdóttir kom næst með 542 og skammt á eftir henni var Katrín Fjóla Bragadóttir með 539.

Hjá Afturgöngunum var Ragna Guðrún Magnúsdóttir best með 517, á eftir henni kom Ragna Matthíasdóttir með 487 og að lokum Harpa Sif Jóhannsdóttir með 473.

Næstu helgi byrjar svo alvaran þegar deildirnar fara aftur í gang! Vonum við að KFR liðin eigi skemmtilegan og góðan vetur framundan.

 

laerlingar

Valkyrjur

Athugasemdir

athugasemdir