Um helgina fer fram Reykjavíkurmótið með forgjöf. Alls taka 13 konur og 15 karlar þátt, þar af 8 keppendur frá KFR.
Í kvennaflokki er Hafdís Pála í þriðja sæti eftir sex leiki en hún spilaði 1247 með forgjöf. Ragna Matt og Þórunn S. Jónsdóttir eru í 5. og 6. sæti, Ragna spilaði 1224 en Þórunn 1207. Anna Kristín spilaði 1187 og er í sjöunda sæti og Elsa Björns spilaði 1105 og er í 11 sæti. Efst í kvennaflokknum er Ástrós Péturs úr ÍR með 1288.
Í karlaflokknum er Alexander Halldórsson úr ÍR efstur með 1353 með forgjöf. Okkar strákum gekk upp og ofan, Jóel Eiður er í 5. sæti með 1214, Böðvar Már í 11. sæti með 1127 og Guðlaugur Valgeirs í 12. sæti með 1125.
Á morgun er spilað kl. 9 í Egilshöll. Þá eru leiknir 3 leikir og svo spila efstu fjórir í hvorum flokki til úrslita.
Vonandi eigum við sem flesta í úrslitum á morgun og hvetjum alla KFRinga til að fylgjast með.