Hið árlega Kampavínsmót KFR var haldið á gamlársdag og var góð þátttaka að venju. Skúli Freyr vann mótið með 739 seríu og fékk hann að launum fullt fang að vinningum. Í 1. flokki var síðan Aron Fannar með nánast jafngóða seríu 735, í öðrum flokki vann síðan Eiríkur Garðar með 620 seríu og í 3. flokki vann Ágústa Kristín með 534 í seríu. Gústaf Smári var með hæsta leikinn í mótinu 258. Hér að neðan má sjá stöðuna ásamt myndum af sigurvegurunum.