Andri Freyr Jónsson KFR sigraði Reykjavíkurleikana 2021

Reykjavíkurleikunum í keilu 2021 lauk þann 4. febrúar með sigri Andra Freys úr KFR.

Andri sigraði Hafþór Harðarson úr ÍR í úrslitaleiknum sem fór 225 gegn 214. Í úrslit komust einnig Adam Pawel úr ÍR sem varð í 3. sæti og Jón Ingi Ragnarsson úr KFR sem endaði í 4. sæti.

Marika K E Lönnroth var best KFR kvenna en hún varð í 15. sæti forkeppninnar.

Nánari upplýsingar um úrslit mótsins má finna hér

Athugasemdir

athugasemdir