Úrslit sunnudags og mánudags.

Nokkrum leikjum þessarar viku er lokið.

Í gær áttust við KFR Elding og Þórynjur frá Akureyri. Elding vann þann leik 13 – 7 þar sem Anna Kristín spilaði best 456.

Á sama tíma spilaði KFR Döff við Þór Víkinga frá Akureyri og lágu Döff menn 5 – 15. Bestur hjá Döff var Arnold með 374.

Í dag spilaði svo KFR JP Kast við ÍR Nas í Öskjuhlíð en þetta var heimaleikur ÍR Nas. Leikurinn endaði með sigri JP Kast, 4 – 16 og hæstur var Konráð Ólafs með 541.

KFR Múrbrjótur tók á móti ÍR Naddóð og endaði sá leikur með jafntefli, 10 – 10. Bestur var Jóel Eiður með 521.

KFR Döff lék útileik á móti ÍR Keila.is og töpuðu 18 – 2. Ekki hafa borist upplýsingar um skor.

Þá lék KFR Elding frestaðan útileik á móti ÍA á Akranesi.  Endaði leikurinn með 15 – 5 sigri ÍA. Best hjá Eldingu var Anna Kristín með 435.

2014-10-05 16.48.15

Athugasemdir

athugasemdir