Nokkur KFR lið voru að spila í kvöld og hér eru þau úrslit sem hafa borist:
Þrestir mættu ÍR-Nas í kvöld. Þrestir sigruðu sannfærandi 16 – 4 þar sem Valgeir spilaði 584 og Siggi Sverris 574.
Múrbrjótur spilaði við ÍR-Gaura. Gaurarnir sigruðu þennan leik 11 – 9 en hæstir hjá Múrbrjóti voru Jóhann með 510 og Jóel með 509.
JP Kast tóku á móti ÍR-Blikk. JP Kast áttu ekki í vandræðum með þennan leik og sigruðu 16 – 4. Hæstur var Konráð með 649.
Valkyrjur og Afturgöngur áttust við í KFR slag. Afturgöngur sigruðu 14 – 6 en við höfum ekki upplýsingar um skor.
.