Afturgöngur með stórsigur – úrslit þriðjudagsins.

Afturgöngur unnur stórsigur á ÍR BK í 4. umferð 1. deildar kvenna í gær.  Leikurinn endaði 18 – 2 og var Harpa Sif efst hjá Afturgöngum með 556.

Einnig áttust við Valkyrjur og Skutlurnar í KFR slag. Valkyrjur sigldu því nokkuð örugglega í höfn en 2. leikurinn var jafn og skemmtilegur þar sem Skutlurnar unnu á einum pinna. Valkyrjur tóku hins vegar 15 stig á móti 5 stigum Skutlanna. Efst hjá Valkyrjum var Hafdís Pála með 527 en hjá Skutlunum Anna Soffía með 513

Í 1. deild karla tók Stormsveitin á móti KR A. Stormsveitin tók fyrstu tvo leikina 4 – 1 en tapaði þeim síðasta 1 – 4. Stormsveitin vann hins vegar heildina og enduðu leikar 11 – 6. Efstur hjá Stormsveitinni var Viktor með 598.

 

Hafdís spilaði best hjá Valkyrjum.

Athugasemdir

athugasemdir