Harpa og Guðlaugur stórmeistarar KFR

Meistaramót KFR fór fram í Egilshöll í morgun. Leiknir voru 3 leikir með forgjöf og komust fjórar efstu konurnar og fjórir efstu karlarnir í úrslit þar sem leikið var allir við alla.
Í kvennaflokki léku þær Bára Ágústsdóttir, Harpa Sif Jóhannsdóttir, Þórunn Stefanía Jónsdóttir og Helga Sigurðardóttir til. Þar fór Harpa Sif á kostum og stóð uppi sem sigurvegari, í öðru sæti varð Þórunn, Bára í þriðja og Helga í fjórða sæti.
Í karlaflokki fóru í úrslit Guðjón Júlíusson, Gústaf Smári Björnsson, Guðlaugur Valgeirsson og Baldur Hauksson.
Guðjón kláraði þetta með stæl, varð í fyrsta sæti, Gústaf í öðru, Guðlaugur í þriðja og Baldur í fjórða.

Í lokin léku svo tveir efstu karlarnir og konurnar án forgjafar um titilinn Stórmeistari KFR.

Það voru Guðlaugur og Guðjón sem léku í karlaflokki og sigraði Guðlaugur 2 – 0. Hjá konunum léku Harpa og Bára til úrslita og þar hafði Harpa betur 2 – 1.

Mótið tókst vel og var þátttaka góð, 15 karlar og 11 konur.

Sjá úrslit hér –> Meistaramót KFR 2014

 

Athugasemdir

athugasemdir