Afmælis- og kveðjumót Öskjuhlíðar – Elítumót

Þann 14. febrúar verða 30 ár frá því að Keiluhöllinn Öskjuhlíð opnaði. Eins og flestir hafa heyrt þá mun salurinn loka fyrir fullt og allt 1. mars.
Því hefur verið ákveðið að halda afmælis- og kveðjumót, á afmælisdaginn 14. febrúar. Mótið hefst kl. 17:00 og verða leiknir 3 leikir. Keppt verður í aldurflokkum karla og kvenna eins og var gert í Elítumótinu í fyrra.

30 ára og yngri,  1985 og síðar
31 – 40 ára , 1984 – 1975
41 – 50 ára , 1974 – 1965
51 – 60 ára , 1964 – 1955
61 ára og eldri,   1954 og fyrr

Ýmsar uppákomur verða á meðan spilað er og einnig verður fellupottur.

Að móti loknu verður kvöldverður á Rúbin þar sem verðlaun verða afhent og salurinn kvaddur.
Byrjað verður á fordrykk og síðan framreiddur tveggja rétta dýrindis máltíð.

Verð fyrir 3 leiki og kvöldverðin er 7.000 kr sem er kostnaðarverð.
Fellupottur 1.000 kr.
Stór bjór af krana kr. 750 kr.
Rauðvín/hvítvínsflaska 4.500 kr.
Rauðvín/hvítvínsglas 1.000 kr.

Aðeins geta 88 tekið þátt í mótinu en fleiri geta mætt í kvöldverðin. Verð bara í kvöldverðin er 4.500 kr.

ATH. 20 ára aldurstakmark er í mótið og matinn.

Skráningu lýkur fimmtudaginn 12. febrúar kl. 22:00

Skráning í mótið fer fram á https://www.eventbrite.com/e/afmlis-og-kvejumot-keiluhallarinnar-oskjuhli-elitumot-tickets-15648732781

Athugasemdir

athugasemdir