Afmælis- og kveðjumót tókst frábærlega

Á laugardag var haldið afmælis- og kveðjumót Öskjuhlíðar – Elítumót. Mótið var haldið í tilefni þess að 30 ár eru síðan Keiluhöllin í Öskjuhlíð opnaði og einnig af því að nú stendur til að loka salnum 1. mars nk.
Mikil stemning var í mótinu og skemmtu menn og konur sér vel.  Farið var í ýmsa “keiluleiki” undir styrkri stjórn Halldórs Ragnars og að móti loknu var hátíðarkvöldverður á Rúbin.  Mótið tóks frábærlega og það er alveg ljóst að KFR mun halda fleiri svona mót á komandi mánuðum.
Stjórn KFR þakkar öllum sem mættu og einnig þeim sem aðstoðuðu við mótið og þá sérstaklega Halldóri Ragnari og eigendum Keiluhallarinnar.
Hér að neðan eru nokkrar myndir frá mótinu.

. 2015-02-14 17.14.01 2015-02-14 18.57.42 10962008_10204885585196058_145837472_n 11006069_10204885584716046_377030423_n 2015-02-14 18.54.33  2015-02-14 19.00.10 2015-02-14 19.02.11

Athugasemdir

athugasemdir