Hjóna- og paramóti KFR lokið

Um daginn var síðasta umferð í Hjóna- og paramóti KFR leikin í Egilshöll.
Mótið hefur gengið vel í vetur og þáttaka verið ágæt en 18 pör tóku þátt í mótum vetrarins.

Lokamótið sigruðu Hafdís Pála Jónasdóttir og Guðlaugur Valgeirsson án forgjafar en Bára Ágústsdóttir og Þórarinn Þorbjörnsson með forgjöf.

Fjögur efstu pör vetrarins léku svo til úrslita:

Berglind Scheving og Sigurbjörn Vilhjálmsson
Natalía G. Jónasdóttir og Skúli F. Sigurðsson
Anna S. Magnúsdóttir og Atli Kárason
Guðbjörg Lind Valdimarsdóttir og Kristján Þórðarson

Úrslitakeppnin var æsispennandi en það voru Natalía og Skúli sem stóðu uppi sem sigurvegarar og óskum við þeim hjartanlega til hamingju með sigurinn.

Skúli og Natalía
Skúli og Natalía

Athugasemdir

athugasemdir