Aðalfundur KFR fór fram í gærkvöldi.
Á fundinum var kjörin ný stjórn en kjósa þurfti tvo aðalmenn í stjórn og tvo varamenn. Ný inn í stjórn kom Þórunn Stefanía Jónsdóttir en hún hafði verið varamaður áður. Unnur Vilhjálmsdóttir gaf kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og var kjörin til tveggja ára. Úr stjórn gekk Viktor Davíð Sigurðsson.
Guðjón Júlíusson og Hafdís Pála Jónasdóttir voru kjörin varamenn í stjórn.
Ný stjórn er því þannig skipuð:
Ásgrímur Helgi Einarsson formaður
Unnur Vilhjálmsdóttir
Þórunn S. Jónsdóttir
Guðlaugur Valgeirsson
Svanhildur Ólafsdóttir
Varamenn:
Guðjón Júlíusson
Hafdís Pála Jónasdóttir
Stjórn mun skipta með sér verkum á fyrsta fundi.
Þórir Ingvarsson sem var varamaður í stjórn og er fyrrum formaður félagsins gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Hann er staddur erlendis og var því ekki á fundinum. Á fundinum voru honum þökkuð frábær störf fyrir félagið og tilkynnt að hann yrði gerður að heiðursfélaga KFR. Gengið verður frá því á 30 ára afmæli félagsins í haust.
Ýmis mál voru rædd fram og til baka á fundinum, m.a. fyrirkomulag deilda hjá KLÍ, afmæli félagsins og skipulagning, innheimta félagsgjalda, aðstöðumál ofl ofl.
Að lokum var tilkynnt um val á keilurum ársins hjá KFR fyrir árið 2014. Fyrir valinu urðu Arnar Davíð Jónsson og Hafdís Pála Jónasdóttir en þau bæði stóðu sig frábærlega á síðasta ári og eru vel komin að þessu vali.