KFR 30 ára – afmælisnefnd

Keilufélag Reykjavíkur verður 30 ára á þessu ári. Áætlað er að halda veglega afmælisveislu í haust.  Gústaf Smári Björnsson mun fara fyrir nefnd sem skipuleggja mun herlegheitin.  Þeir sem hafa áhuga á að starfa með stjórn félagsins og Gústa að þessu málefni er bent á að hafa samband við Ásgrím formann í síma 660-5367 eða með tölvupósti sirryaki@gmail.com.
Nauðsynlegt er að fá sem flesta til að aðstoða við þetta og við hvetjum ykkur félagsmenn til þess að bjóða fram krafta ykkar því eftir því sem fleiri koma að málinu þá verður þetta auðveldara fyrir alla.  Koma svo, búum til frábæra afmælishátíð og fögnum afmælinu saman.

kfr_logo

Athugasemdir

athugasemdir