Mikið í gangi þessa dagana.

Mikið er í gangi hjá KFR þessa dagana. Á morgun fimmtudag byrjar námskeið þar sem þjálfari er einn af fremstu þjálfurum heims, Juha Maja. Enn eru lausir tímar hjá honum og er áhugasömum bent á að tala við Ásgrím formann sirryaki@gmail.com eða Theódóru yfirþjálfara KFR keiludora@gmail.com

Á laugardagsmorgun kl. 9:00 er svo 30 ára afmælismót KFR. Keppt er með forgjöf í kvenna- og karlaflokki. Skráning í mótið fer fram á netinu, https://www.eventbrite.com/e/30-ara-afmlismot-kfr-tickets-18923688261

Á sunnudagskvöld kl. 19:00 er svo fyrsta umferð vetrarins í Hjóna- og paramóti KFR. Mótið hefur verið vel sótt undanfarin ár og búast má við góðri þátttöku í ár líka.

Nóg að gera og engin lognmolla í starfi félagsins.

kfr_logo

Athugasemdir

athugasemdir